Þetta er allt Umhverfisstofnun að kenna

Upp er komin áhugaverð staða í Vestmannaeyjum eftir að Umhverfisstofnun ákvað í gær að beita sorporkustöðina í eyjunum 50 þúsund króna dagsektum frá og með 1. júní nk. þar til mengunarvörnum hefur verið komið í viðeigandi horf. Þessi ákvörðun getur nefnilega „þýtt að bærinn verði að hætta við að kaupa nýja sorpbrennslustöð“, ef marka má það sem haft var eftir Elliða Vignissyni bæjarstjóra í frétt RÚV í morgun.

Þvingunarúrræði eru alltaf óþægileg fyrir þann sem fyrir þeim verður. Til þess eru þau. Og hvað átti Umhverfisstofnun annars að gera í stöðunni? Eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar hafa „mælingar á útblæstri sem gerðar hafa verið árin 2004, 2005, 2007, 2008, 2009 og 2010 […] allar sýnt niðurstöður þar sem rykmagn í útblæstri sorporkustöðvarinnar er allt að þrefalt það magn sem tilgreint er sem hámark  losunar  í starfsleyfi“. Öll þessi ár hefur verið farið fram á úrbætur, en enn er staðan nánast óbreytt. Á Umhverfisstofnun þá bara að halda áfram um ókomna tíð að senda áminningarbréf og halda samráðsfundi – og láta svo eins og ekkert sé þess á milli? Er það ekki einmitt slíkt verklag sem menn eru loksins búnir að átta sig á að dugar ekki?

Í Vestmannaeyjum búa rúmlega 4.000 manns. Ég tel fremur ólíklegt að rekstur fullkominnar sorpbrennslustöðvar sé fjárhagslega hagkvæmur fyrir svo fámenna byggð, en að vísu skiptir varmaorkan líka máli í þessu tilviki. En hvað sem fjárhagslegri hagkvæmni líður, þá er býsna langsótt að skella skuldinni á Umhverfisstofnun, nema kannski ef stofnunin hefði leyft næstu 7 árum að líða áreitislausum, að frátöldum áminningarbréfum sem eru jafn árviss og jólakort.

About these ads

Færðu inn athugasemd

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Connecting to %s

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: