• Heimsóknir

    • 119.041 hits
  • júlí 2010
    S M F V F F S
     123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Fimmta bloggsíðan

Ég setti upp þessa bloggsíðu fyrir nokkrum dögum, aðallega vegna þess hversu illa gekk að meðhöndla myndir á Vísisblogginu þar sem ég hef verið síðustu mánuði, þ.e.a.s. frá 4. apríl sl.

Já, ég veit að þetta jaðrar við fjöllyndi. Þetta er sem sagt fimmta bloggsíðan mín á þremur og hálfu ári. (Mig minnir einmitt að þriggja og hálfs árs afmælið sé á morgun). Fyrst var það http://stefangisla.blogcentral.is frá 11. janúar 2007 til 29. febrúar 2008, þá http://stefangisla.blog.is frá 29. febrúar 2008 til 24. september 2009 (kl. 16.30), næst http://stefangisla.bloggar.is frá 24. október 2009 til 20. mars 2010 og loks http://blogg.visir.is/stefangisla frá 4. apríl til 5. júlí 2010, sem er stysti líftíminn hingað til.

Fyrstu kynni mín af WordPress eru jákvæð. Alla vega virðist allt virka eins og það á að gera,  þ.m.t. myndvinnsla. Auk þess er boðið upp á fjölmarga möguleika til að laga útlitið að eigin smekk. Gallinn er hins vegar sá að slóðin er pínulítið torkennileg, af því að WordPress er jú útlenskt orð, sem maður veit jafnvel ekki hvort eigi að skrifa með einu eða tveimur essum. Svo tengist síðan heldur ekki neinum fjölmiðli sem netverjar heimsækja tíðum. Þess vegna rambar fólk kannski síður inn á svona wordpress-síðu en sumar aðrar síður. En það verður þá bara að hafa það.

Býst við að dvelja hér um stund. Síðan er enn á tilraunastigi og skrifuð í kyrrþey. En þegar fram í sækir vonast ég til að ná augum sem flestra, því að sá eru jú tilgangurinn, auk þess að varðveita eitt og annað sem mér dettur í hug að skrifa.

4 svör

  1. frú nokkur var að býsnast yfir því hvað tengdafaðir minn skipti oft um bíla, þá sagði tengdamamma þessi fleygu orð „það er bara gott hann skiptir þá ekki um konur á meðan“ sama má segja um bloggsíðuskiptin hjá þér Stefán 🙂

  2. Hef einmitt verið að velta fyrir mér sjálf hvort ég ætti að búa mér til vettvang að nýju…. nú veit maður hvert maður á að leita ráða 😉

  3. Takk báðar tvær. Og, ójá, ég er til í að miðla af gríðarlegri reynslu minni í bloggsíðuskiptum hvenær sem er. 🙂

  4. Það er sama hvert þú ferð Stefán, ég hef alltaf uppi á þér! Annars er ætlunin að bjóða upp á blogg á natturan.is. Það er í fæðingu og vonandi flytur sig gott umhverfisverndarfólk eins og þú, yfir á natturan.is.
    Til þess var nú leikurinn gerður að skapa vettvang sem heldur utan um málefnið. Þá þarf ég heldur ekki að handsetja efni frá þér inn á natturan.is sem auðvelda mér líka róðurinn;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: