• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • júní 2023
  S M F V F F S
   123
  45678910
  11121314151617
  18192021222324
  252627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Um mig

Ég hef gaman af því að skrifa um eitt og annað, sérstaklega um umhverfismál og hlaup. Rek eigin fyrirtæki sem fæst við umhverfisráðgjöf, en er líka fjölskyldufaðir og maraþonhlaupari, svo eitthvað sé nefnt.

Til að útskýra þetta nánar, þá er ég fæddur og uppalinn í Gröf í Bitrufirði 1957, stundaði nám í farskóla í heimasveitinni og síðan á Reykjaskóla og í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskrifaðist þaðan 1976. Tók svo BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands 1980 og próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda skömmu síðar. Árin 1982-1985 var ég skólastjóri Grunnskólans á Broddanesi á Ströndum og síðan sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps 1985-1997. Þá lá leiðin í framhaldsnám til Svíþjóðar, þaðan sem ég útskrifaðist með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun umhverfismála frá Háskólanum í Lundi haustið 1998. Eftir heimkomuna starfaði ég sem verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi í 11 ár í umboði Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins. Árið 2000 stofnaði ég fyrirtækið Umhverfisráðgjöf Íslands ehf., öðru nafni UMÍS ehf. Environice, sem sinnir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun til stofnana og fyrirtækja. Auk ráðgjafar vegna Staðardagskrár 21 hafa stærstu verkefnin snúist um verkefnastjórnun fyrir Norrænu ráðherranefndina, undirbúning umhverfisvottunar sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu, gerð úrgangsáætlana, útreikning á kolefnisspori, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, gerð fræðsluefnis um umhverfismál, námskeiðahald, fyrirlestra og kennslu um sjálfbæra þróun, gerð útvarpsefnis o.fl. Starfsmenn Environice hafa verið 1-5 eftir verkefnastöðu hverju sinni. Um þessar mundir eru starfsmennirnir þrír.

Ég hef verið búsettur í Borgarnesi síðan haustið 1999 ásamt Björk Jóhannsdóttur, lífsförunaut mínum síðustu 40 ár. Saman eigum við þrjú börn, sem öll eru komin á sjálfræðisaldur og flogin úr hreiðrinu. Hlaup hafa verið helsta áhugamál mitt frá unga aldri, og sá áhugi hefur ágerst síðustu ár. Ég hef hlaupið nokkur maraþonhlaup um dagana og Laugaveginn fjórum sinnum. Besta maraþontímanum mínum náði ég sumarið 2013, 3:08:19 klst. Uppáhaldsviðfangsefni mitt á þessu sviði eru þó fjallvegahlaup. Gaf sjálfum mér 50 fjallvegi í 5-tugsafmælisgjöf árið 2007, hljóp þá næstu 10 árin og skrifaði svo bók um allt saman, sem kom út á 6-tugsafmælinu mínu. Í framhaldi af því gaf ég mér 50 fjallvegi til viðbótar sem ég ætla að hlaupa fyrir sjötugt.

Sjá einnig:
http://www.environice.is
http://www.fjallvegahlaup.is
http://www.facebook.com/stefangisla

(Síðast uppfært 27. janúar 2018)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: