Í dag er liðinn mánuður frá síðasta bloggi. Fréttir af andláti bloggsins eru þó nokkuð ýktar. Ég hef bara haft mikið að gera í vinnunni – og þá situr bloggið á hakanum. Svo mun sjálfsagt verða fram á Einmánuð. Af nógu er samt að taka. Meðal blogga sem bíða eftir að verða skrifuð má nefna:
- Á morgun fæ ég að vita það (2. tilraun)
- Byggðaráð og lýðræði
- Endurtekning 38 ára gamalla hlaupaæfinga (2. kapítuli)
- Endurvinnsla geisladiska
- Eru „Önnur mál“ mál?
- „Ertu ekki slæmur í hnjánum“?
- Fagleg stöðnun landbúnaðarháskólans
- Farsímar í afrískum landbúnaði
- Fjallvegahlaupaáætlunin 2012
- Hlaupaannáll 2011 og markmiðin 2012
- Matjurtarækt í þéttbýli
- Munu raunvísindin bjarga mannkyninu?
- Nauðhemlun 2017
- Ný störf við lífræna framleiðslu
- Reiðhjól til lausnar fæðuvanda heimsins
- Rætur „Hins íslenska fóðurblöndupoka“
- Svarthvítir Íslendingar
- Tár fellt vegna ólöglegrar markaðssetningar
- Urðun lífræns úrgangs
- Verkjalyf og hlaup
En ég lofa engu.
Filed under: Blogg um blogg | 2 Comments »
