Í dag birtist 202. umhverfisfróðleiksmolinn á umhverfisfróðleikssíðunni 2020.is. Ég skrifaði fyrsta molann á þessa síðu 30 . ágúst 2012 og síðan þá hef ég bætt við einum mola á hverjum virkum degi ef frá eru taldir þónokkrir dagar í vor, sumar og haust, þegar þetta tómstundagaman mitt varð undir í samkeppni um tímann við vinnuna mína og önnur gæluverkefni.
Moli dagsins fjallar um landbúnað í Argentínu. Málefnin eru annars álíka mörg og dagarnir sem líða. Megintilgangurinn með skrifunum er fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti, enda er fræðsla forsenda þekkingar – og þekking er forsenda framfara í umhverfismálum.
Þeir sem vilja fræðast um ritstjórnarstefnu 2020.is geta lesið sér til um hana á þar til gerðri síðu. Hinir, sem vilja bara fræðast um umhverfismál, geta hins vegar stytt sér stundir við að lesa alla 202 fróðleiksmolana, hvort sem þeir fjalla um efnavörur, erfðabreyttar lífverur, grænt hagkerfi, hafið, heilsu, líffræðilega fjölbreytni, lífræna framleiðslu, loftslagsmál, neytendamál, orku, samgöngur, siðræn viðskipti, sjálfbæra þróun, umhverfismerki, úrgang, vistkerfi eða vistvæna hönnun.
Filed under: Sjálfbær þróun, Umhverfismál | Tagged: 2020.is | Leave a comment »