• Heimsóknir

  • 114.502 hits
 • nóvember 2021
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Ríó+20: Kjósum um eigin framtíð

Nú getur almenningur um heim allan kosið um það hver séu brýnustu málefnin sem taka þurfi til umræðu á ráðstefnunni Ríó+20 sem hefst í næstu viku. Þessi beini aðgangur fólks að ráðstefnunni er afrakstur verkefnis sem Ríkisstjórn Brasilíu og Sameinuðu þjóðirnar sameinuðust um í aðdraganda ráðstefnunnar. Safnað var hugmyndum um brýn umræðuefni frá 10.000 manns víða um heim. Síðan var unnið úr hugmyndunum, vinsað úr, flokkað og sameinað þar til eftir stóðu 10 efnisflokkar með 10 atriðum í hverjum. Nú getur hver sem er farið inn á þar til gerða vefsíðu, merkt við öll brýnustu málin á þessum 100 atriða lista, og sent atkvæðin sín til Ríó með einum smelli. Atriðin sem fá flest atkvæði verða tekin til sérstakrar umræðu á ráðstefnunni, og að lokum verða 30 tillögur af listanum afhentar þjóðarleiðtogum til afgreiðslu.

Ástæða er til að hvetja alla sem láta sig framtíðina varða til að taka þátt í þessari nútímalegu netkosningu. Hvert atkvæði vegur kannski ekki þungt, en ef maður grípur ekki þau tækifæri sem gefast til að hafa áhrif á framtíðina, þá munu aðrir sjá um að skapa hana!!!

Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðnætti í kvöld að New York tíma, þ.e. klukkan 4 næstu nótt að íslenskum tíma. Smellið hér til að taka þátt.