• Heimsóknir

  • 117.209 hits
 • september 2011
  S M F V F F S
   123
  45678910
  11121314151617
  18192021222324
  252627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Ísland er land þitt!

Ég ætla ekki í búðina í dag til að fræðast um erfabreytt matvæli með lestri innihaldslýsinga. Í fyrradag, daginn áður en ég skrifaði bloggpistilinn um merkingar erfðabreyttra matvæla, tók nefnilega gildi reglugerð nr. 811/2011 um breytingu á reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs, þess efnis að gildistöku ákvæðanna um merkingu matvæla sé frestað til 1. janúar 2012. Fram að þeim tíma mun ég því halda áfram að búa í því ríki Evrópu sem stendur sig verst í að upplýsa neytendur um erfðabreytt efni í matvælum!