• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • janúar 2012
    S M F V F F S
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Hættuleg efni í snyrtivörum

Krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni í snyrtivörum voru til umfjöllunar í opnugrein í norska dagblaðinu (Dagbladet) í dag. Þar var m.a. bent á að ýmsar snyrtivörur innihaldi efni á borð við parabena, tríklósan og síloksön, sem hugsanlega geta valdið alvarlegu heilsutjóni ef þau berast inn í líkamann.

Þetta eru svo sem ekki nýjar fréttir. En slæmu fréttirnar eru þær að fjölbreytni efnanna eykst jafnt og þétt, og að áhrifin koma ekki fram fyrr en eftir langan tíma þegar of seint er orðið að bregðast við. Í þokkabót getur skaðsemin magnast vegna samverkandi áhrifa fleiri efna, ekki bara efna í snyrtivörum heldur líka í byggingarvörum, plasti, íþróttafatnaði o.s.frv. Þetta er það sem kallað eru „hanastélsáhrif“ (e. Cocktail effect) og er stundum lýst með stærðfræðijöfnunni 0+0+0=7.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær, að núorðið er auðvelt að finna snyrtivörur sem eru lausar við þessi skaðlegu efni. Fljótt á litið er þetta kannski ekkert áhlaupaverk, því að innihaldslýsingar eru sjaldnast auðlesnar eða auðskildar. Hér koma umhverfismerkin til hjálpar, t.d. Norræni svanurinn. Í hillum verslana er auðvelt að finna Svansmerktar snyrtivörur til flestra nota. Eins og fram kemur á heimasíðu Svansins í Noregi í dag, geta þarlendir neytendur til að mynda valið á milli 250 tegunda af svansmerktum kremum, sápum og sjampóum. Sjálfsagt er úrvalið eitthvað minna á Íslandi, en þó er af nógu að taka núorðið, jafnvel þótt engar íslenskar snyrtivörur séu svansmerktar enn sem komið er. Hins vegar fer úrvalið af íslenskum lífrænt vottuðum snyrtivörum stöðugt vaxandi. Þær eru líka algjörlega lausar við þessi varasömu efni.

Í leitinni að umhverfisvottuðum og lífrænt vottuðum snyrtivörum er hægt að styðjast við grænu síðurnar á Náttúran.is. Þeir sem eru læsir á norsku geta líka haft mikið gagn af www.erdetfarlig.no.

Þessi pistill er aðallega byggður á frétt á heimasíðu Svansins í Noregi í dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: