• Heimsóknir

  • 114.198 hits
 • október 2021
  S M F V F F S
   12
  3456789
  10111213141516
  17181920212223
  24252627282930
  31  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Fyrsti Flandraspretturinn að baki

Við rásmarkið í gærkvöldi.

Fyrsta keppnishlaup Hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi fór fram í gærkvöldi í ágætu veðri. Svalur vindur blés úr norðri, en þurrt var og bjart yfir. Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, hafði nokkra yfirburði í hlaupinu, en fjöldinn allur af heimamönnum vann líka stóra sigra, enda allnokkrir að hlaupa sitt fyrsta keppnishlaup. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu, en Flandrasprettirnir verða á dagskrá kl. 20:00 þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram í mars. Hlauparöðin er stigakeppni, og eftir marshlaupið verða úrslit kynnt og verðlaun afhent.

Úrslit hlaupsins í gærkvöldi birtast hér fyrir neðan, en aldursflokkaúrslit og staðan í stigakeppninni munu birtast á hlaup.is innan skamms.

 

Flandrasprettur Úrslit  
Nr. 1 18. október 2012 5 km
Röð Mín. Nafn Félag/Hópur Fæð.ár
1 16:16 Arnar Pétursson ÍR/ASICS 1991
2 20:59 Brynjúlfur Halldórsson TKS 1974
3 21:32 Kristinn Sigmundsson Flandri 1972
4 22:46 Sigurjón Svavarsson Flandri 1979
5 23:17 Vigdís Hallgrímsdóttir TKS 1973
6 25:37 Einar Þ. Eyjólfsson 1975
7 26:11 Guðmundur V. Guðsteinsson Flandri 1967
8 26:14 Hrafnhildur Tryggvadóttir Flandri 1973
9 26:18 Bragi Þór Svavarsson Flandri 1971
10 26:53 Irma Gná Jóngeirsdóttir Tjúllaskokk 1997
11 26:53 Jóngeir Þórisson Tjúllaskokk 1957
12 29:37 Guðrún Berta Guðsteinsd. Flandri 1961
13 29:58 Valdimar Reynisson Flandri 1965
14 30:19 Erla Björk Ólafsdóttir 1954
15 30:20 Guðsteinn Einarsson 1954
16 30:48 Anna Berg Samúelsdóttir Flandri 1972
17 30:49 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Flandri 1974
18 30:50 Theodóra Ragnarsdóttir Flandri 1962
19 31:16 Kristín Gísladóttir Flandri 1973
20 33:22 Jórunn Guðsteinsdóttir Flandri 1958
21 33:26 Jónína Pálsdóttir Flandri 1959
22 33:36 Þórný Hlynsdóttir Flandri 1966
23 33:42 Geirlaug Jóhannsdóttir Flandri 1976
24 34:05 Svava Svavarsdóttir Flandri 1965
25 35:17 Margrét Helga Guðmundsd. Flandri 1973
26 35:19 Guðfinna Gísladóttir Flandri 1981
27 35:53 Helga J. Svavarsdóttir Flandri 1973
28-29 40:11 Margrét Grétarsdóttir Flandri 1958
28-29 40:11 Ragnheiður Guðnadóttir Flandri 1955

 

Við rásmarkið í gærkvöldi.

Sigurvegarinn Arnar Pétursson við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi að hlaupi loknu.

 

Flandri hleypur vel af stað!

Í dag fór fram fyrsta æfing Hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi. Flandri er aðeins þriggja nátta gamall, því að hann fæddist að kvöldi 3. september sl. En þetta er bráðþroska og bráðfrískur hópur, sem sést best á því að 14 manns mættu á fyrstu æfingu hópsins síðdegis í dag. Svo mikill fjöldi fólks hefur naumast áður sést hlaupa um götur Borgarness á friðartímum.

Flandri er afskaplega opinn hlaupahópur sem öllum áhugasömum hlaupurum er rúmlega frjálst að slást í för með, óháð getu. Meginreglan á æfingum hópsins er að allir hafi gleðina í farteskinu, leggi af stað saman og komi helst um svipað leyti til baka. (Hópur þar sem félagarnir hittast aldrei er nefnilega enginn hópur).

Félagar í Flandra ætla að flandra víða á næstu mánuðum og árum, bæði í Borgarfirði og í öðrum héruðum heimsins. Fastlega má t.d. gera ráð fyrir að hópnum berist fljótlega boð um að koma í opinbera hlaupaheimsókn til Flæmingjalands (e. Flanders). Nánari fréttir af því heimboði verða fluttar strax og þær berast.

Hlaupahópurinn Flandri gerir út frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi og hefur þrjá fasta hlaupatíma í viku, óháð staðháttum, færð, veðri og ófærð:

 1. Mánudaga kl. 17:30
 2. Fimmtudaga kl. 17:30
 3. Laugardaga kl. 10:00

Fyrsta æfingin var í dag sem fyrr segir. Mæting á æfingar er vandlega skráð jafnóðum í þar til gert Excelskjal, og ötulustu hlaupararnir gætu jafnvel átt von á glaðningi þegar vorar. Hópnum gæti líka dottið í hug að standa fyrir ýmsum uppákomum, viðburðum, ferðalögum eða fræðslu, svo eitthvað sé nefnt. Slíkt verður kynnt þegar nær dregur á Fésbókarsíðu hópsins, sem jafnframt er heimavöllur hans í netheimum.

Fjórtán manns mættu á fyrstu hlaupaæfingu Flandra. Lilja S. Ólafsdóttir tók þessa fallegu mynd af þessu fallega fólki.

Þetta fólk sást á mjög hröðu flandri á Kvíaholti í Borgarnesi síðdegis í dag.