• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • júní 2023
    S M F V F F S
     123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    252627282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Klæðskiptadagur

Laugardaginn 21. apríl nk. verður haldinn sérstakur klæðskiptadagur í rúmlega 60 bæjum og borgum í Svíþjóð. Þennan dag getur fólk mætt á tiltekin stað með nýleg föt sem það er orðið leitt á, fengið greitt fyrir þau í sérstakri klæðskiptamynt, og notað svo myntina til að greiða fyrir nýleg föt sem einhver annar er orðinn leiður á. Með þessu móti getur þetta sama fólk aukið lífsgæði sín meira en ella með þeim peningum sem það vinnur sér inn. Ef grannt er skoðað eykur það nefnilega ekki lífsgæði fólks að kaupa föt eða annan varning og grafa í jörð það sem það er orðið leitt á.

(Þessi pistill er byggður á frétt dagsins á heimasíðu sænsku náttúruverndarsamtakanna Naturskyddsföreningen, eftir ábendingu félaga Hans Nilsson. Myndin sem fylgir er hins vegar tekin beint úr íslenskum veruleika).

Hversu munu komandi kynslóðir þakka oss gjafir þær er vér þeim færum?