• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • september 2011
    S M F V F F S
     123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    252627282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Yfirdráttardagurinn var sl. þriðjudag

Yfirdráttardaginn 2011 bar upp á þriðjudaginn 27. september sl. Þann dag var mannkynið búið að eyða öllu því sem náttúran getur framleitt á þessu ári. Síðan á miðvikudag höfum við lifað á yfirdrætti, sem væri nú kannski í lagi ef við hefðum ekki haft svipaðan hátt á nokkur síðustu ár. Við erum með öðrum orðum farin að ganga skuggalega mikið á höfuðstólinn.

Samtökin Global Footprint Network hafa þróað aðferð til að reikna vistfræðilegt fótspor þjóða, og út frá sömu forsendum tímasetja samtökin „yfirdráttardaginn“ (e. Earth Overshoot Day). þ.e.a.s. daginn þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar. Á síðasta ári var þessi dagur í lok ágúst, sem gæti bent til að annað hvort hafi afraksturinn af auðlindum jarðar aukist eða neysla mannkyns minnkað. Sú er þó ekki raunin, heldur stafar breytingin milli ára af lagfæringum á reikniformúlunni sem notuð er. Vitanlega er ekki til nein ein rétt aðferð og þar af leiðandi enginn einn réttur yfirdráttardagur, en smátt og smátt verður aðferðarfræðin betri og niðurstaðan nær því að gefa rétta mynd af ástandinu.

Þriðjudagurinn 27. september var 270. dagur ársins (af 365). Það þýðir með öðrum orðum að þetta ár notar mannkynið þrjúhundruðsextíuogfimm tvöhundruðogsjötíustu hluta af því sem jörðin gefur af sér á árinu, samkvæmt útreikningum Global Footprint Network. Þetta má orða þannig að mannkynið þurfi 365/270 = 1,35 jarðir til að framfleyta sér eins og staðan er í dag. Það er vesen, því að við höfum jú bara eina jörð – og eftir því sem best er vitað stendur ekki til að þeim fjölgi.

Nú er eðlilegt að spurt sé: Hvar fáum við þessar 0,35 jarðir sem vantar upp á? Svarið er einfalt: Þetta tökum við af höfuðstólnum, svo sem úr olíu og öðrum jarðefnum sem við höfum nurlað saman á milljónum ára, ef svo má að orði komast. Og við tökum þetta líka úr andrúmslofti og vatni, sem hafa kannski tekið við 35% meiri úrgangi en þau ráða við á einu ári, og úr jarðvegi og regnskógum, sem hafa kannski verið skert um 35% umfram það sem þau þola á einu ári.

Það er alveg hægt að ganga á innstæður eða lifa á yfirdrætti, en bara í tiltekinn tíma. Þetta gengur ekki svona til lengdar. Þar gildir það sama í bankanum og í náttúrunni. Að endingu kemur að skuldadögum.

Neyslumælir mannkyns 2011. (Af heimasíðu Global Footprint Network)

Eitt svar

  1. […] daginn þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar. Á síðasta ári var þessi dagur 27. september, sem var reyndar óvenjuseint miðað við nokkur síðustu ár, en það stafar fyrst og fremst af […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: