• Heimsóknir

    • 119.040 hits
  • janúar 2012
    S M F V F F S
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Stóra saltmálið – Opinber rannsókn óskast

Ég á svolítið erfitt með að ná áttum í stóra saltmálinu. Þess vegna finnst mér gott að búa mér til lista yfir það sem ég veit um málið:

  1. Ölgerðin flutti inn iðnaðarsalt sem ekki var ætlað til matvælaframleiðslu.
  2. Ölgerðin seldi þetta salt til fjölmarga matvælaframleiðslufyrirtækja sem notuðu saltið í framleiðsluna sína.
  3. Ölgerðin komst upp með þetta árum saman – og hin fyrirtækin líka.
  4. Þetta salt var e.t.v. skaðlegra umhverfi og heilsu en annað salt.
  5. „Gert er gert og étið það sem étið er“. Sá skaði sem kann að hafa skeð verður ekki afturkallaður.

Það sem maður veit skiptir sjaldnast meginmáli. Það sem maður veit ekki er oftast mikilvægara. Svo er einmitt í þessu máli. Þess vegna finnst mér gott að búa mér til lista yfir það sem ég veit ekki um málið:

  1. Hverjir vissu að um væri að ræða salt sem ekki væri ætlað til matvælaframleiðslu?
  2. Hvenær vissu þeir það?

Málið er grafalvarlegt. Mesti alvarleikinn felst þó ekki í hugsanlegum heilsufarsáhrifum og heldur ekki í því að slagorðið „Egils salt og appelsín“ gæti orðið langlíft. Mesti alvarleikinn felst í því að við búum við ónýtt kerfi. Svona lagað á einfaldlega ekki að geta gerst. Hér birtist enn það grunnmein sem leiddi okkur inn í hrunið 2008.

Það er sjálfsögð krafa að gerð verði opinber rannsókn á þessu saltmáli með það að meginmarkmiði að fá svör við spurningunum tveimur hér að framan. Hafi einhverjir brugðist skyldum sínum með því að búa yfir þessari vitneskju en bregðast ekki við, þurfa þeir að sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Þannig komum við í veg fyrir að svona „aulagangur“ endurtaki sig.

(Myndin með þessum pistli er tekin af heimasíðu RÚV).

4 svör

  1. Matvælaeftirlitið hefur nú játað að hafa komist að þessu í haust … fullkomlega án þess að sjá ástæðu til viðbragða. Þannig að þar hefur amk einn aðila sem vissi af þessu.

    Mér finnst ekki nóg heldur að finna „hverjir vissu af þessu“ heldur líka hverjir áttu að vita þetta, og dobbúltékka, en gerðu ekki. Það eru næstum allir þátttakendur, seljendur, kaupendur og eftirlitsaðilar.

  2. Takk Elfa. Góður punktur. Ég ætti að bæta við þriðju spurningunni: „3. Hverjir áttu að vita það en vissu það ekki – og hvers vegna vissu þeir það ekki“?

  3. Veist þú Stefán – í hvað er svona „iðnaðarsalt“ notað yfir höfuð?

  4. Mér skilst að iðnaðarsalt sé aðallega notað í efnaiðnaði, svo sem við framleiðslu á klóri, vítissóda, natríumklórati (bleikiefni fyrir pappírsiðnað o.fl.), natríumsúlfati, saltsýru o.s.frv.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: