• Heimsóknir

    • 119.009 hits
  • júní 2012
    S M F V F F S
     12
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Þrístrendingur og Hamingjuhlaup á næsta leiti

Nú styttist mjög í hið árlega Þrístrendingshlaup, og svo kemur Hamingjuhlaupið strax í kjölfarið. Bæði þessi hlaup flokkast undir sérverkefni í hlaupadagskránni minni, enda eiga þau það sameiginlegt að vera skemmti- og gleðihlaup, þar sem félagsskapurinn og útiveran er aðalatriðið, en minna lagt upp úr keppni og tímatökum.

Þrístrendingur verður hlaupinn í þriðja sinn nk. laugardag, þann 23. júní. Þarna er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, þar sem leiðin liggur tvisvar sinnum þvert yfir Ísland sama daginn, að vísu þar sem landið er mjóst. Lagt verður af stað frá Kleifum í Gilsfirði kl. 10:30 og 11:00 að morgni (allt eftir þörfum þátttakenda), hlaupin Steinadalsheiði norður í Kollafjörð, Bitruháls yfir í Bitru og Krossárdalur aftur til Gilsfjarðar. Hægt er að lesa hér um bil allt um þetta hlaup í einkar greinargóðu bloggi eftir sjálfan mig frá því í vetur sem leið. Þeir sem ætla að vera með eru beðnir að láta mig eða Dofra frænda minn vita, eða gefa þátttöku sína skýrt til kynna á þar til gerðri fésbókarsíðu. Það eru nefnilega pönnukökur í spilinu og nauðsynlegt að vera búinn að kaupa nógu mikið af eggjum áður en baksturinn hefst.

Svo er það Hamingjuhlaupið viku síðar, laugardaginn 30. júní. Þá verður lagt af stað frá handverkshúsinu Kört í Trékyllisvík kl. 12:50 og ekki linnt látum fyrr en komið er til Hólmavíkur 53,5 km síðar, kl. 20:20 um kvöldið, rétt áður en hið heimsfræga hnallþóruhlaðborð Hamingjudaganna á Hólmavík verður opnað gestum og gangandi. Hamningjuhlaupið er nú haldið í 4. sinn með formlegum hætti. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hamingjudaganna. Svo er hlaupið líka með sérstaka Fésbókarsíðu.

Nú er bara að bregða undir sig betri fætinum og hleypa gleðinni inn. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: