Svo hávær hefur þögn þessarar bloggsíðu verið síðustu vikur að ætla mætti að hún væri liðin undir lok. Fréttir af andláti hennar eru þó ýktar. Mörg blogg bíða þess að vera skrifuð, sérstaklega blogg um slitna hlaupaskó, undirbúning fyrir Parísarmaraþonið 7. apríl og um varúðarregluna sem hefði átt að beita miklu oftar en gert hefur verið. Blogg er bara tómstundagaman af því tagi að það er látið víkja þegar vinna og önnur frekari og/eða tímafrekari áhugamál eru hvað ágengust. Svo er nú. En minn tími mun koma.
Þetta er Stefán Gíslason sem bloggar frá Borgarnesi.
Filed under: Blogg um blogg |
Færðu inn athugasemd