• Heimsóknir

    • 119.040 hits
  • mars 2013
    S M F V F F S
     12
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Lífræn hænsni og ónotuð atvinnutækifæri

13 002 160Í dag urðu ákveðin þáttaskil í lífi mínu sem neytanda, því að í dag keypti ég í fyrsta sinn kjöt af erlendu dýri þrátt fyrir að ég ætti þess kost að kaupa kjöt af íslensku dýri sömu tegundar. Ég fór sem sagt í Lifandi markað og keypti lífrænt vottaðan kjúkling frá Danmörku.

Nú kann einhver að spyrja hvers vegna ég hafi keypt lífrænt vottaðan kjúkling frá Danmörku þegar nóg var til af íslenskum kjúklingi. Þetta gerði ég vegna þess að ég vildi frekar kaupa kjúkling sem alinn var með lífrænum hætti en íslenskan kjúkling úr þauleldi. Í framhaldi af því kann einhver að spyrja hvers vegna ég vildi lífræna kjúklinginn frekar. Þeirri spurningu gæti ég svarað í löngu máli, en það svar skiptir svo sem engu máli á þessu stigi málsins.

Aðalatriðið í málinu er þetta: Ég og margir fleiri vilja stundum frekar kaupa lífrænt vottaðar vörur en einhverjar aðrar vörur. Íslendingar framleiða mikið af góðum lífrænt vottuðum vörum, en sú framleiðsla dugar hvergi nærri til að mæta eftirspurninni, jafnvel þótt um sé að ræða vörur sem auðveldlega mætti framleiða hérlendis. Kjúklingur er dæmi um slíka vöru. Með öðrum orðum er eftirspurnin eftir lífrænt vottuðum matvörum meiri en framboðið – og fer vaxandi. Þetta þýðir að ný störf verða til við að mæta þessari eftirspurn. Það er hins vegar undir íslenskum framleiðendum og íslenskum stjórnvöldum komið hvort þessi störf verða til á Íslandi eða í útlöndum.

(PS: Áletrunin á kjúklingnum sem ég keypti í dag gefur svolitla hugmynd um það hvernig lífrænt vottaður kjúklingur er frábrugðinn öðrum kjúklingum. Lífrænt vottaði kjúklingurinn var sem sagt alinn í samræmi við gildandi reglur um lífræna framleiðslu, sem þýðir m.a. að meðan hann lifði hafði hann frjálst aðgengi að fóðri og vatni, svo og möguleika á að spóka sig utandyra, baða sig í ryki og róta í moldinni, (sjá myndina hér að neðan). Þar að auki uppfyllti fóðrið hans ákveðin skilyrði og innihélt m.a. engin erfðabreytt efni, hann fékk líklega engin lyf – og svo mætti lengur telja).

13 008 crweb

Eitt svar

  1. Ég fagna þessu og mun glöð kaupa þessa dönsku. Algjörlega sammála þér. Við erum langt á eftir Evrópuþjóðum í þessum málum. Velferð dýra hefur sjaldan verið forgangsatriði hjá flestum íslenskum bændum og gamlar rótgrónar hugmyndir erfitt að uppræta…en sem betur fer ekki hjá öllum og það er mikil vakning í gangi. Ég er bjartsýn fyrir hönd búdýra, þau megi eiga í framtíðinni gott, frjálst og hamingjuríkt líf.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: