• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • apríl 2014
    S M F V F F S
     12345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Bara hlaupablogg?

Ég hugsa að þetta blogg sé að breytast í hreinræktað hlaupablogg. Hingað til hefur þetta verið sitthvað um umhverfismál og eitthvað um hlaup, svona hvað með öðru, nema hvað undanfarna mánuði hefur þetta eiginlega ekki verið neitt. Um þessar mundir er staðan þannig að ég fæ þokkalega útrás fyrir tjáningarþörfina á umhverfissviðinu í Sjónmálsþáttum Rásar 1 og á 2020.is. Reyndar liggja hjá mér nokkur mál sem mig langar að gera ítarlegri skil, en hvert slíkt mál útheimtir um það bil heilt dagsverk, og dagsverk eru takmörkuð auðlind. Þetta eru mál á borð við reynslu þjóða heims af því að beita varúðarreglunni samanborið við að beita henni ekki, umfjöllun um hollustu Sushi og mikilvægi þess að fólk sé gagnrýnið á það sem það lætur ofan í sig, umfjöllun um grænþvott úr hörðustu átt o.s.frv. Þessi mál bíða betri tíma eða úreldingar ef betri tími kemur ekki. Hér eftir sem hingað til verður þessi síða hins vegar helsti vettvangur fyrir vangaveltur mínar um hlaup. Þær vangaveltur eiga það til að ágerast þegar vorar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: