Í lok apríl 2013 tók ég að mér að sjá um svolitla umfjöllun um umhverfismál í útvarpsþættinum Sjónmál á Rás 1. Oftast hefur þetta verið tvisvar í viku, ýmist í formi 6-8 mínútna pistils eða viðtals af svipaðri lengd. Sama fyrirkomulag hélst eftir að þátturinn Samfélagið tók við af Sjónmáli haustið 2014 og í árslok voru þetta orðnir samtals 139 þættir.
Til að gera þetta efni sem aðgengilegast fyrir sjálfan mig og aðra hefur verið sett upp sérstök tenglasíða á umhverfisfróðleikssíðunni 2020.is, þar sem finna má tengla á alla þættina á vefsíðu Ríkisútvarpsins, að frátöldum örfáum þáttum sem ekki hafa ratað þar inn. Ætlunin er að bæta við þennan lista jafnt og þétt svo lengi sem framhald verður á þátttöku minni í þessari þáttagerð.
Ef þetta tenglasafn getur orðið einhverjum til gagns eða gamans er tilganginum náð.
Filed under: Umhverfismál | Tagged: útvarp, RÚV |
Færðu inn athugasemd