• Heimsóknir

    • 119.040 hits
  • janúar 2011
    S M F V F F S
     1
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    3031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Um skó, hænur og egg

Kavat Amanda - umhverfismerktur skór frá Svíþjóð

Í  gær bloggaði ég um þalöt í sandölum og fékk í framhaldi af því góðar spurningar um það hvort íslenskir neytendur gætu yfirleitt nokkuð nálgast umhverfismerkta skó eða aðra skó sem teldust þokkalega skaðlausir umhverfi og heilsu. Í þessari færslu ætla ég að leitast við að svara þessum spurningum.

Ég veit því miður ekki hvort umhverfismerktir skór séu fáanlegir í íslenskum verslunum, enda heldur enginn aðili hérlendis tæmandi skrá um slíkt – og sjálfur er ég fáséður gestur í skóbúðum, nema þá helst í vefverslunum með hlaupaskó. Hugsanlega er þó hægt að finna einhverjar vísbendingar um þetta á vefnum Náttúran.is. Hitt veit ég að um þessar mundir hafa u.þ.b. 10 evrópskir skóframleiðendur leyfi til að merkja skóna sína með Umhverfismerki Evrópusambandsins (Blóminu). Þar af er einn sænskur (Skofabriken Kavat), einn finnskur (Urho Viljanmaa), einn franskur, tveir spænskir og 4-5 ítalskir. Lista yfir vottaða skó og framleiðendur þeirra er hægt að kalla fram á vefsíðunni http://www.eco-label.com/default.htm með því að velja tengilinn „Product / service“ í vinstri jaðri síðunnar og síðan vöruflokkinn „Footwear“. Kannski væri ráð að punkta hjá sér niðurstöðurnar og leita síðan markvisst eða spyrja í skóbúðum hvort þau eigi ekki svoleiðis.

Þess má geta í þessu sambandi að Norræni svanurinn hefur ekki gefið út viðmiðunarreglur fyrir skó.

Hér sem oftar kemur upp spurningin um það hvort komi á undan, eggið eða hænan. Á maður að bíða rólegur eftir því að einhverjum skókaupmanni detti í hug að flytja inn umhverfismerkta skó, eða á maður að spyrja eftir þeim í tíma og ótíma til að sýna fram á að einhver eftirspurn sé til staðar? Hvers vegna ættu líka skókaupmenn að eltast við þetta ef enginn kaupandi hefur sýnt þessu áhuga? Sem fyrr segir veit ég ekki hvort umhverfismerktir skór fáist hérlendis, en hvort heldur sem er ráðlegg ég kaupendum að spyrja!

Og fyrst ég minntist á hlaupaskó, þá sakar ekki að geta þess að á þeim vettvangi hefur mikið verið gert til að reyna að draga úr neikvæðum áhrifum skónna á umhverfi og samfélag. Þannig gaf tímaritið Runners World út sérstakt „grænt tölublað“ í nóvember 2008, sem að miklu leyti var helgað fróðleik um þessi mál. En ég veit ekki til að umhverfismerktir hlaupaskór séu komnir á markað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: