• Heimsóknir

  • 119.010 hits
 • janúar 2011
  S M F V F F S
   1
  2345678
  9101112131415
  16171819202122
  23242526272829
  3031  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Púströr dagsins í dag eru ekki málið

Hlýnun loftslags á jörðinni verður ekki óyfirstíganleg þó að við höldum áfram að nota alla þá bíla, kolaorkuver og verksmiðjur sem nú eru í gangi, svo fremi sem við bætum ekki nýjum við.

Í grein Stevens J. Davis og félaga í Science í september 2010 eru birtir útreikningar á losun koltvísýrings frá öllum þeim koltvísýringslosandi fyrirbærum sem nú eru í notkun. Miðað við þær forsendur sem þeir félagar ganga út frá, mun öll losun frá þessum tækjum á líftíma þeirra leiða til þess að meðalhitastig á jörðinni hækki um 1,3°C fram til ársins 2060, samanborið við það sem var fyrir iðnbyltingu. Hitastigshækkunin verður því vel innan við þær 2°C, sem gjarnan er miðað við sem hættumörk. Samkvæmt þessu er ekki nauðsynlegt að skipta út þeim tólum og tækjum sem nú eru í notkun. Hins vegar er brýnt að kolefnishlutlaus tæki leysi þau af hólmi, strax og þau eru úrelt. Okkur er með öðrum orðum óhætt að láta núverandi tæki renna skeið sitt á enda, ef við hættum strax í dag að taka ný slík í notkun!

(Þessi stutti pistill er byggður á:  Steven J. Davis, Ken Caldeira og H. Damon Matthews: Future CO2 Emissions and Climate Change from Existing Energy Infrastructure. Science 10 September 2010. Vol. 329 no. 5997 pp. 1330-1333, (sjá útdrátt) eftir ábendingu frá Hans Nilsson hjá Fourfact í Svíþjóð).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: