• Heimsóknir

  • 119.667 hits
 • janúar 2011
  S M F V F F S
   1
  2345678
  9101112131415
  16171819202122
  23242526272829
  3031  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Í fljótinu enn um sinn

Þann 9. nóvember 2008 skrifaði ég bloggfærslu um þann vanda sem þjóðin stóð frammi fyrir þá,

 • um að við hefðum gengið fram með fljóti sem við vissum innst inni að væri bæði straumþungt og kalt, en sem við þyrftum samt að fara yfir fyrr en síðar,
 • um að einn daginn hefði okkur verið hrint út í fljótið,
 • um að mörg okkar óskuðu sér þess heitast að verða dregin aftur upp á sama bakkann – og allt yrði sem fyrr, 
 • um að engin leið lægi til baka, því að fljótsbakki fortíðarinnar væri fullkannaður og tækifæri hans uppurin, þannig að þar gætum við ekki þrifist lengur,
 • um að hinum megin við fljótið væri fljótsbakki framtíðarinnar með ný tækifæri og nýja óvissu, þangað lægi eina leiðin, þar biðu okkar ný tækifæri sem við vissum ekki hver væru og þar yrði gott að halda göngu sinni áfram, fram með fljóti, frá fljóti og að næsta fljóti.

Alla daga síðan 9. nóvember 2008 höfum við svamlað í fljótinu. Alla daga síðan 9. nóvember 2008 höfum við deilt um það hvort væri betra, að láta drösla okkur upp á fljótsbakka fortíðarinnar til þess eins að hrjóta út í fljótið á ný fyrr en varir, eða að brjótast áfram yfir á fljótsbakka framtíðarinnar og takast á við allar þær áskoranir sem bíða okkar þar.

Stjórnlagaþingið var einn af þeim flekum sem gat fleytt okkur áleiðis að fljótsbakka framtíðarinnar. Í gær var sá fleki tekinn af okkur. Þá gladdist sá hópur í fljótinu sem sér endurtekna fortíð í hillingum.

Atburðir gærdagsins tefja leið okkar yfir fljótið. En atburðir gærdagsins breyta því ekki að leiðin yfir fljótið er eina leiðin. Þess vegna þurfum við að smíða nýjan fleka til að komast áleiðis. Hann má vera eins og sá fyrri, því að ástæða þess að sá var tekinn af okkur var ekki sú að hann væri gallaður, heldur hin að við höfðum notað gölluð áhöld við smíðina.

Svaml í fljóti tekur á þolinmæðina. En við höldum samt ótrauð áfram, knúin áfram af tilhlökkun til nýrrar göngu, fram með fljóti, frá fljóti og að næsta fljóti.

2 svör

 1. Fallegar línur Stefán. Ef bara allir væru svona skynsamir og uppörvandi.

 2. Kærar þakkir Guðrún. Það er líka mjög uppörvandi að fá svona jákvæð viðbrögð. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: