• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • mars 2011
  S M F V F F S
   12345
  6789101112
  13141516171819
  20212223242526
  2728293031  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Fólk er fljótt að gleyma

Alveg finnst mér magnað hversu fljótt gleymskan breiðist yfir gengna tíð! Ég var nefnilega rétt í þessu að lesa frétt á vef RÚV þess efnis að stjórnvöld í Þýskalandi ætli kannski að fresta ákvörðun um að framlengja starfsemi í þarlendum kjarnorkuverum í ljósi atburðanna í Japan undanfarna daga. Voru menn sem sagt búnir að gleyma að rekstri kjarnorkuvera fylgir svolítil áhætta á kjarnorkuslysum!?

Kjarnorkuver eru ekkert hættulegri núna en þau voru í gær eða í fyrra, hvað sem atburðum í Japan líður. Svona atburðir verða einfaldlega annað slagið, jafnvel oftar en einu sinni á hverri mannsævi. Ég held t.d. að fáir þjóðarleiðtogar séu svo ungir að þeir muni ekki eftir slysinu í Chernobyl 1986. Það er bara eins og menn muni ekki neitt! Vissulega var verið í Chernobyl gamalt og úrelt, en áhættan í kjarnorkunni leynist ekki bara í slíkum verum.

Ég er sem sagt alveg gáttaður á minnisleysinu! Og í tilefni fréttarinnar á vef RÚV finnst mér allt í lagi að rifja upp eftirfarandi klausu úr bloggpistli sem ég skrifaði 20. apríl 2009: „En ef ég á að rýna í framtíðina, þá tel ég augljóst að frekari þróun kjarnorku (alla vega kjarnaklofnunar) til orkuvinnslu muni stöðvast mjög skyndilega innan fárra ára, nefnilega við næsta stóra kjarnorkuslys. Slík slys verða nefnilega fyrr eða síðar. […] [T]íminn sem liðinn er frá slysinu í Chernobyl 1986 er orðinn nógu langur til að óttinn sé farinn að gufa upp úr minninu. Næsta slys mun endurræsa þennan ótta“.

Ég vona svo sannarlega að atbuðir þessara daga í Japan verði ekki flokkaðir sem „stórt kjarnorkuslys“. En slík slys munu verða. Og ég býst við að tíðni þeirra verði í réttu hlutfalli við minnisleysi stjórnmálamanna og almennings.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: