• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • maí 2011
    S M F V F F S
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Umhverfisáhrif manna og eldgosa

Í hvert sinn sem eldfjall gýs, gýs líka upp umræða um það hvort tilburðir til umhverfisverndar séu ekki gagnslausir í samanburði við þau miklu neikvæðu áhrif sem eldspúandi fjöll hafa á umhverfið. Svarið við þessu er einfalt: Umhverfisvernd snýst eingöngu um að draga úr neikvæðum áhrifum mannkynsins á umhverfi sitt. Sú viðleitni er jafn nauðsynleg hvað sem gengur á í náttúrunni.

Eldfjöll hafa gosið frá örófi alda og um það ráðum við engu. Það er bara þau neikvæðu áhrif sem við orsökum sjálf sem við getum dregið úr. Náttúran þolir neikvæð áhrif eldgosa, en við höfum enga tryggingu fyrir því að hún þoli neikvæð áhrif eldgosa og neikvæð áhrif af athöfnum mannkynsins í ofanálag.

Ef menn vilja endilega ræða þetta í einhverju loftslagssamhengi, þá má reyndar benda á að ef eitthvað er, þá draga eldgos úr þeirri hnattrænu hlýnun sem við stuðlum að á degi hverjum með losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: