• Heimsóknir

    • 119.667 hits
  • nóvember 2011
    S M F V F F S
     12345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Fundað um lífræna ræktun í Afríku

Þessa dagana (í gær og í dag) standa Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og fleiri aðilar fyrir ráðstefnu í Nairóbí í Kenýa undir yfirskriftinni Unlocking the Potential of Organic Farming in Africa. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af rannsókn á vegum UNEP, þar sem fram kom að lífrænn landbúnaður skilaði meiri uppskeru en hefðbundinn landbúnaður, án þess að valda svipuðum skaða á umhverfi og samfélagi. Í rannsókninni var greindur árangur 114 verkefna í 24 Afríkulöndum. Þar sem lífræn ræktun var viðhöfð reyndist uppskeran rúmlega tvöfalt meiri en annars staðar. Mestur var munurinn í Austur-Afríku þar sem lífræna ræktunin skilaði 128% meiri uppskeru.

Auk UNEP standa Afríkusambandið (AU), Samtök um lífrænan landbúnað í Kenýa (KOAN) og Alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM) að ráðstefnunni í Nairóbí. Þar verður m.a. rætt um möguleika á samstarfi um framkvæmdaáætlun um lífrænan landbúnað í Afríku, en nú þegar hafa menn þegar sett sér það markmið að lífræn ræktun verði orðin meginlínan í landbúnaði í Kenýa árið 2020.

Finna má meiri upplýsingar um ráðstefnuna í fréttatilkynningu UNEP frá því í gær.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: