• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • febrúar 2012
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  26272829  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Að búa til kjöt úr engu

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins var sagt frá tilraunum vísindamanna til að rækta kjöt í tilraunaglösum. Ég hef reyndar heyrt eða séð nokkrar svipaðar fréttir síðustu daga og vikur. Ætli þetta hafi ekki verið sú fjórða. Innihald fréttanna er allrar athygli vert, en mér þykir þó athyglisverðast að í engri þessara fjögurra frétta var minnst orði á hráefnin í framleiðsluna.

Almennt er okkur óhætt að gera ráð fyrir því að efni hvorki myndist né eyðist, heldur skipti það bara um form. Kjöt er engin undantekning hvað það varðar. Það er afrek út af fyrir sig að fá dýrafrumur til að skipta sér nógu oft og með þeim hætti að þær raðist saman í nothæfan vef. En til þess að vefurinn vaxi, þ.e. auki massa sinn og verði að álitlegu kjötstykki, þarf bæði efni og orku. Þess vegna er augljóslega ekki hægt að gæða sér á hamborgara úr tilraunastofukjöti „án þess að hafa náttúruspjöll á samviskunni“, eins og það var orðað í sjónvarpsfrétt kvöldsins. Náttúruspjöllin verða alltaf einhver, þó að þau geti fræðilega séð verið minni en við verksmiðjuframleiðslu á kjöti eins og nú tíðkast. Hins vegar verða þau fræðilega séð meiri heldur en við framleiðslu á sama magni af jurtafæðu, því að dýrafrumur hafa ekki þann eiginleika plöntufrumna að geta ljóstillífað, þ.e. búið til lífrænt efni (fæðu eða annað) úr vatni og koltvísýringi einu saman. Væntanlega þarf að nota lífrænt efni úr plöntum til að rækta kjötið, og við það tapast alltaf einhver orka. Þess vegna verður alltaf hagkvæmara frá umhverfislegu sjónarmiði að halda sig við jurtafæðið.

Hér eru sem sagt bæði góðar og slæmar fréttir á ferð. Góða fréttin er sú að framfarir í vísindum geta nýst til góðra verka. Slæma fréttin er sú að þetta er ekki alveg eins umhverfisvænt og það hljómar. Kannski finnst einhverjum líka slæmt að það skuli kosta einhvern 40 milljón kall að framleiða fyrsta hamborgarann. Mér finnst hins vegar verstur skorturinn á gagnrýnni hugsun sem endurspeglast í því að hver fréttaveitan af annarri flytur frétt sem þessa án þess að spyrja hvaðan hráefnið í framleiðsluna eigi að koma.

(Farið er örlítið (en ekki mikið) dýpra í málið t.d. á http://news.discovery.com/tech/test-tube-hamburger-120220.html og http://www.mirror.co.uk/news/world-news/would-you-eat-a-frankenburger-made-692349).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: