• Heimsóknir

  • 119.667 hits
 • apríl 2012
  S M F V F F S
  1234567
  891011121314
  15161718192021
  22232425262728
  2930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Of gott til að vera satt?

„Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt“. Þessa meginreglu lærði ég í skóla í útlöndum fyrir nokkrum árum. Pistillinn sem ég birti á bloggsíðunni minni í gær (1. apríl) var kannski dæmi um eitthvað sem var aðeins of gott til að vera satt. Þar var því haldið fram að dönskum vísindamönnum hefði tekist að láta tiltekna tegund brönugrasa, Bulbophyllum meraprilum, framleiða lífhvata sem drægi úr bensíneyðslu bíla um a.m.k. 40% þegar hann væri notaður sem íblöndunarefni. Og í þokkabót bjó ég til Fésbókarsíðu, þar sem áhugasamir gátu skráð sig til þátttöku í tilraunaverkefni til að prófa þetta úrvalsefni við íslenskar aðstæður. Hér með biðst ég velvirðingar á þessu annars sakleysislega aprílgabbi.

Plantan Bulbophyllum meraprilum er ekki til. Reyndar er ættkvíslin Bulbophyllum alveg rosalega mikið til. Innan hennar eru um 2.000 tegundir, sem gerir hana að „næst fjölmennustu“ ættkvísl plönturíkisins. Kannski hefði ég átt að láta plöntuna heita Bullophyllum meraprilum til að gefa gleggri vísbendingu. Mér fannst það samt spor í rétta átt að láta april koma fyrir í nafninu. Svo fannst mér líka óskaplega snjallt að tala um genið JOK e.1.4, sem minnir óneitanlega svolítið á Joke 1/4. Mig skortir nefnilega samviskuleysi til að ljúga almennilega að fólki, án þess að gefa jafnframt vísbendingar um illan ásetning minn.

Ég ætla að fjarlægja umræddan aprílgabbpistil af bloggsíðunni á næstu dögum. Það myndi nefnilega ekki draga úr samviskubiti mínu ef einhverjir saklausir netverjar myndu finna þessi ósköp á vafri sínu og nota sem heimildir í skólaritgerðir eða eitthvað þaðan af verra, grunlausir um mikilvægi dagsetningarinnar. Fésbókarsíðunni verður líka eytt.

Eins og fram kom í upphafi þessa pistils lærði ég meginregluna „Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt“ í skóla í útlöndum. Ég held að þessi meginregla hafi til skamms tíma ekki verið kennd í íslenskum skólum. Líklega varð HRUNIÐ m.a. einmitt þess vegna.

4 svör

 1. Það breytir því ekki að þetta var óskaplega fyndið og ber vott um stórkostlegt hugmyndaflug. Það er svo skemmtilegt þegar fólk byrjar að spinna svona og getur að því er virðist haldið endalaust áfram. Ættir þú ekki að vera rithöfundur?

  • Takk Fríða. Jú, mér finnst gaman að skrifa. Og bloggið er staðurinn þar sem ég skemmti mér við það. Ég held samt varla að ég verði rithöfundur héðan af…
   🙂

 2. 🙂
  Gott gabb hjá þér og góðar ýkjur og vísbendingar.
  Spurning hvort vetnis-, rafmagns- og metanbílar (nánast boðnar) sem bjargvættir hemsins sé ekki einnig of góð saga til að vera sönn ?
  Það er til orðasamband yfir ofurtrú og ofuráherslu á „fancy“ tæknilausnir á ensku : „The techological fix“.
  Segi ég sem er verkfræðingur 🙂 Annað gildir, að einhverju leyti um „appropriate technology“, svo sem Bus Rapid Transit og reiðhjól. Sérstaklega reiðhjól sem má gera við, jafnvel í þorpi í Tanzaníu, sem dæmi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: