• Heimsóknir

    • 119.039 hits
  • mars 2012
    S M F V F F S
     123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Veturinn er búinn

Ég er stundum svolítið hissa á tilætlunarsemi vina og kunningja, sem geta ómögulega sætt sig við vetrarveður á veturna og finnst einhvern veginn sjálfsagt að vorið byrji í janúar. Að vísu held ég að ég hafi einhvern tímann verið svona líka, a.m.k. fram til ársins 1964 eða þar um bil, en þá kom mamma með pottþétt rök gegn tilætlunarseminni. Ég spurði hana nefnilega til hvers allt þetta vonda veður væri. Og hún sagði mér að vonda veðrið væri gert til þess að við kynnum að meta góða veðrið þegar það kæmi.

En af því að það er mánudagsmorgun og ég í frekar góðu skapi, þá hef ég ákveðið að létta tilætlunarsemisfarginu af umræddum vinum og kunningjum með því að setja fram eftirfarandi veðurspá fyrir næstu vikur:

  1. Veturinn er búinn. Vonda veðrið sem sumir tóku eftir sunnan- og vestanlands í gærkvöldi var síðasta vetrarveðrið að sinni, ef vetrarveður skyldi kalla.
  2. Næstu daga fer veður hægt hlýnandi. Rigning verður algeng.
  3. Páskahret verður ekki þetta árið svo orð sé á gerandi, ef frá er talinn einhver slydduhryssingur á skírdag og föstudaginn langa.
  4. Síðari hluti aprílmánaðar verður óvenjuhlýr.
  5. Um miðjan maí gerir kuldakast sem stendur fram undir 10. júní. Nokkrir vinir og kunningjar munu hafa á orði að það „hausti snemma þetta vor“.
  6. Veðurblíðan síðari hluta júnímánaðar verður með eindæmum.
  7. Síðar í sumar gerir mikla rigningu. Ég veit bara ekki alveg hvenær, líklega í ágúst.
  8. Töluverð frávik geta orðið frá þessari spá í einstökum landshlutum, einkum norðaustanlands.

Jæja, þá er það komið á hreint. Ég spái því að þessi spá rætist, en tek fram að þeir sem taka mark á henni gera það samt á eigin ábyrgð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: