• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • september 2012
    S M F V F F S
     1
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Erfðabreytt umræða á villigötum

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um erfðabreyttar lífverur í kjölfar greinar eftir Gilles-Eric Séralini og félaga í vísindatímaritinu Food and Chemical Toxicology, þar sem fram kom hækkuð sjúkdóma- og dánartíðni hjá rottum sem fengu erfðabreyttan maís sem gerður hafði verið ónæmur fyrir plöntueitrinu Roundup, hvort sem maísinn hafði verið meðhöndlaður með eitrinu eður ei. Ég fagna þessari umræðu, en mér finnst hún samt hafa verið á villigötum. Mér finnst umræðan hafa snúist allt of mikið um áreiðanleika Séralinis og kosti og galla þeirra aðferða sem hann og félagar hans beittu. Aðalatriði málsins hefur að mínu mati orðið útundan.

Aðalatriðið er þetta: Þessi eina rannsókn, hversu gölluð eða fullkomin sem hún er, sannar hvorki né afsannar staðhæfingar um skaðsemi eða skaðleysi erfðabreyttra lífvera. Hún undirstrikar fyrst og fremst þá staðreynd að skaðleysið hefur ekki verið sannað. Um leið undirstrikar hún að við þurfum að ráðast í mun meiri rannsóknir áður en lengra er haldið í nýtingu erfðabreyttra lífvera til fóðurs og manneldis. Í þessum rannsóknum er sérstaklega mikilvægt að huga að hugsanlegum langtímaáhrifum á heilsu manna. Það rannsóknarsvið er nánast óplægður akur!

Komandi kynslóðir eiga betra af okkur skilið en að við drepum á dreif málum sem geta skipt sköpum fyrir þær. Horfumst í augu við aðalatriðin og hættum að karpa um tölfræðileg álitamál og gáfnafar ritrýnenda!

Að lokum þykir mér rétt að minna á að áður en við tökum ákvarðanir um nýtingu erfðabreyttra lífvera til framtíðar þurfum við að rannsaka fleira en hugsanleg áhrif á heilsu manna. Vistfræðilegir og félagshagfræðilegir þættir eru ekki síður mikilvægir!

Eitt svar

  1. Sæll Stefán:
    Gott að sjá hugleiðingar þínar um þetta flókna mál. Ég er algerlega sammála þér að þessi umrædda vísindagrein Seralini og félaga sannar hvorki né afsannar staðhæfingar um skaðsemi eða skaðleysi erfðabreyttra lífvera. Það er næsti puntur hjá þér sem geri athugasemd við, þ.e. „skaðleysið hefur ekki verið sannað“. Þetta er fullyrðing sem ósköp einfaldlega engin vísindi geta sannað. Það sannar engin skaðleysi heldur verða menn að meta líkur út frá gögnum og þekkingu.

    Rannsóknarsviðið um skaðsemi EB plantna hvort heldur sem er fyrir umhverfi og heilsu er svo sannarlega ekki óplægður akur eins og þu segir. Nærtækast er að benda á skýrslu Evrópusambandsins, „A decade of EU funded GMO research (2001-2010)“ (sjá: http://ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/a_decade_of_eu-funded_gmo_research.pdf ). bara í ramaáætlunum Evrópusambandsins fóru 200 milljónir Evra í slíkar rannsóknir á þessu áratug sem umræðir og í heildina 300 milljónir Evra frá upphafi þessara Rammaáætlana. Ályktun skýrsluhöfunda byggt á þessum og öðrum rannsóknum á þessu sviði var mjög eindregin: „The main conclusion to be drawn from the efforts of more than 130 research projects, covering a period of more than 25 years of research, and involving more than 500 independent research groups, is that biotechnology, and in particular GMOs, are not per se more risky than e.g. conventional plant breeding technologies.“

    Andrew Revkin, vísindablaðamaður við NY Times hefur nokkuð skrifað nokkuð um þetta mál. Revkin er eins og umhverfisfólk þekkir einn virtasti blaðamaður í heimi á sviði umhverfismála. Nýleg færsla hjá honum sneri einmitt að því sem hann kallar „Single-Study Syndrome“ (http://dotearth.blogs.nytimes.com/2012/09/20/the-gmo-food-fight-rats-cancer-and-single-study-syndrome/ ) en þar segir hann í tengslum við grein Seralini:

    „I’ve written here before about what I call “single-study syndrome,” the habit of the more aggressive camps of advocates surrounding hot issues (e.g., climate, chemical exposure, fracking) to latch onto and push studies supporting an agenda, no matter how tenuous — or dubious — the research might be.“

    Þetta er aðferðafræði til að hafa áhrif á umræðuna. Menn koma rannsóknum (oft að misjöfnum gæðum) inn í vísindarit og síðan er rykinu þyrlað upp. Blaðamenn í þessu tilfelli Seralini voru beittir óvenjulegum brögðum til að tryggja að þeir gætu ekki leitað álits fræðimanna á gæðum greinarinnar á blaðamannafundinum. Um þessi vinnubrögð hvað kynningu greinar Seralini varðar er hægt að lesa um í annarri færslu frá Andrew Revkin: „Group Promoting Rat Study of Engineered Corn Forced Coverage Rush“ (sjá: http://dotearth.blogs.nytimes.com/2012/09/21/group-promoting-rat-study-of-engineered-corn-forced-coverage-rush/ ). Þar segir Revkin m.a. að höfundar þessarar umræddu greinar reynt að hindra góða blaðamennsku með því að:

    „…making sure reporters ran with the scary news about tumor rates and premature mortality in rats fed chow with G.M.O. ingredients without having time for analysis and crosschecking“

    Mér sýnist þannig að þessi aðferðafræði þessara vísindamanna hafi tekist mjög vel; þyrla upp ryki, valda áhyggjum og afvegaleiða fréttaflutning.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: