• Heimsóknir

  • 119.039 hits
 • apríl 2013
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Einblínt á afleiðingar í stað orsaka

endofpipe160Á morgun verður kosið til Alþingis og því hafa síðustu dagar einkennst mjög af umræðum um stefnumál framboða. Einhver glöggur maður benti á það um daginn að þessar umræður hefðu að miklu leyti snúist um viðbrögð við afleiðingum hrunsins, en að lítið hefði farið fyrir umræðum um orsakir þess. Getur verið að Íslendingum hætti til að einblína um of á afleiðingar en gleymi að huga að orsökum? Getur verið að orð Duritu Brattaberg frá 1997 eigi enn við um okkur, þ.e.a.s. að „vit sløkkva bál alla tíðina heldur enn at forða fyri, at eldurin ongantíð kyknar“?

Síðustu ár hafa umhverfismál verið töluvert í umræðunni. Í þeirri umræðu hefur afleiðingum líka verið gert hærra undir höfði en orsökum. Ég hef til dæmis heyrt miklu meira talað um flokkun úrgangs en um tilurð hans. Hvar sem ég kem er fólk óþreytandi að segja mér frá góðri frammistöðu sinni við að flokka tómar umbúðir, en ég heyri örsjaldan minnst á að þessar umbúðir hafi kannski verið óþarfar frá byrjun, eða að það sem í umbúðunum var hefði betur hvorki verið framleitt né keypt. Á sama hátt hættir mönnum til að hafa meiri áhuga á tækni til að gera mengun skaðlausa, en á betri stjórnun sem leiðir til þess að uppspretta mengunarinnar hverfi. Þetta er það sem stundum er kallað rörendaviðhorf og er lýst á myndinni sem fylgir þessum pistli. Þar er einblínt á endann á rörinu en lítið hugsað um það hvaðan innihaldið í rörinu hafi komið.

Ég sé ekki betur en sama þrönga sýn á afleiðingar sé býsna ráðandi í heilbrigðiskerfinu. Þar virðist pilluboxið oft vera nærtækara en heilbrigt líferni, hreyfing og útivist sem lausn á lífsstílstengdum heilsuvanda. Áherslan er á að lækna einkennin í stað þess að kafa í orsakir vandans.

Í stjórnun landsins gildir það sama og í umhverfismálum og í heilbrigðismálum: Ef brunavarnir snúast bara um slökkvistarf, þá mun slökkviliðið hafa í nógu að snúast! Nýir eldar kvikna nefnilega jafnauðveldlega og þeir gömlu ef maður gerir ekkert til að „forða fyri, at eldurin ongantíð kyknar“!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: