• Heimsóknir

  • 119.039 hits
 • apríl 2013
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Víðavangshlaup ÍR: Svolítil viðbót frá 1974

Í pistli um þátttöku mína í Víðavangshlaupi ÍR sl. fimmtudag minntist ég aðeins á „hitt skiptið“ sem ég hef tekið þátt í þessu hlaupi, þ.e.a.s. á sumardaginn fyrsta 1974. Í pistlinum sagði ég m.a. að úrslitin frá 1974 væru löngu týnd, sem var reyndar alveg rétt á þeirri stundu sem ég skrifaði pistilinn. En viti menn, í gær rak ég augun í lítinn blaðabunka í bílskúrnum (rétt vestan við hlaupabrettið) – og út úr honum dró ég það gagnmerka rit „Þess skal getið sem gert er. Nr. 1, 6. maí 1974. Fréttir frá Frjálsíþróttadeild Íþróttafélags Reykjavíkur“. Í þessu blaði voru ýmsar upplýsingar um umrætt hlaup, þ.á.m. öll úrslitin! (Þetta var fyrir daga www.hlaup.is og reyndar líka áður en tölvueign varð almenn, enda blaðið vélritað á stensla og fjölritað).

Í umræddu riti kemur m.a. fram að 73 þátttakendur hafi verið skráðir í hlaupið, þar af 18 konur. Af þessum fjölda hlupu þó bara 47 af stað og „luku allir hlaupinu að einni stúlku undanskilinni“ eins og það er orðað í ritinu. Þarna kemur líka fram að ÍR-ingar lögðu mikið á sig til að vinna sigur í stigakeppni hlaupsins. Það tókst og þar með vann ÍR í fyrsta sinn bikar til eignar fyrir þriggja manna sveit. „En þetta var því aðeins hægt að okkar beztu menn, Ágúst og Sigfús yrðu teknir heim frá Englandi gagngert til að hlaupa og var það gert með talsverðum tilkostnaði. Þeir brugðust ekki vonum okkar en háðu grimmilegt einvígi um sigurinn í hlaupinu langt á undan keppinautunum“. Þarna er að sjálfsögðu átt við ÍR-ingana Ágúst Ásgeirsson og Sigfús Jónsson sem voru fremstu langhlauparar Íslands á þessum tíma. Ragnhildur Pálsdóttir UMSK sigraði í kvennaflokki eins og venjan var á þessum tíma. Af öðrum kunnum köppum sem reyndu með sér þennan dag má nefna Sigurð P. Sigmundsson og bræðurna Magnús og Sigurð Haraldssyni úr FH, Gunnar Snorrason og Erling Þorsteinsson úr UMSK, Jón Diðriksson UMSB, Högna Óskarsson KR, Pétur Pétursson HSS og ÍR-ingana Gunnar Pál Jóakimsson, Óskar Thorarensen, Friðrik Þór Óskarsson, Elías Sveinsson og Sigvalda heitinn Ingimundarson. Elsti þátttakandinn „var Jón Guðlaugsson HSK 48 ára og vann til eignar bikar gefinn af Brunabótafélagi Íslands“. Þetta þótti mjög hár aldur fyrir hlaupara á þessum tíma og sjálfsagt grunaði engan að hann myndi verða meðal þátttakenda í sama hlaupi 39 árum síðar!!!

Því er við að bæta, að með nákvæmum samanburði á nöfnum þeirra 46 sem luku hlaupinu 1974 við nöfn þeirra 335 sem luku hlaupinu sl. fimmtudag komst ég að því að við Jón Guðlaugsson erum einu mennirnir sem mættu til leiks bæði árin. Gaman að því!!! 🙂

Fyrstu menn og konur í Víðavangshlaupi ÍR 1974. (Úr ritinu "Þess skal getið sem gert er").

Fyrstu menn og konur í Víðavangshlaupi ÍR 1974. (Úr ritinu „Þess skal getið sem gert er“).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: