Á síðustu árum og áratugum hafa verið haldnar fjölmargar alþjóðlegar og evrópskar ráðstefnur um umhverfismál. Allt þetta ráðstefnuhald virðist þó ekki hafa skilað miklum sýnilegum árangri. Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig á þessu standi, og er nú loksins búinn að finna skýringuna. Hana fann ég á mynd eftir hinn suður-afríska Zapiro:
Á svona ráðstefnum eru ræður nefnilega jafnan þýddar jafnóðum á hin og þessi tungumál. En það hefur ekki enn tekist að ráða túlk sem þýðir orð yfir í gjörðir.
(Hugmyndina að þessari færslu fékk ég lánaða (sem oftar) frá Hans Nilsson).
Filed under: Umhverfismál | Leave a comment »