Vantar ykkur eitthvað skemmtilegt að lesa í sumarfríinu? Þá er um að gera að fara inn á www.fjallvegahlaup.is og lesa nýjustu ferðasögurnar af fjallvegahlaupum sumarsins. Þar gefur m.a. að líta glænýjar frásagnir af hlaupum yfir Steinadalsheiði, Bitruháls, Gagnheiði, Víknaheiði/Húsavíkurheiði, Nesháls og Hjálmárdalsheiði. Þessar einkar skemmtilegu sögur eru skreyttar með enn skemmtilegri myndum, á borð við þessa hér:

Hulda, Stefán, Pjetur og Fríða á hlaðinu við Húsavíkurskálann, tilbúin að leggja á Nesháls. (Ljósm. Jón Gauti)
Filed under: Hlaup | Leave a comment »