Fyrir ári síðan áskotnaðist Henry nokkrum Thomsen, skólastjóra á austanverðu Jótlandi, lítill bátur. Hann fékk strax þá hugmynd að setja rafmótor í bátinn til að geta notið náttúrunnar án þess að trufla. Hugmyndin vatt upp á sig og nú sigla tveir rafknúnir bátar með ferðafólk um Guðaána. Ferðamálafélag svæðisins (Søhøjlandets Turistforening) stendur fyrir verkefninu, en eins og Henry segir sjálfur „er það jú alveg út í hött að við notum jarðefnaeldsneyti til siglinga þar sem það er óþarfi“.
Sjálfsagt henta rafbátar misvel við mismunandi aðstæður, en verkefni Henrys og félaga minnir á að nú er einmitt tækifæri fyrir einstaka ferðaþjónustuaðila eða svæði til að skapa sér sérstöðu í anda sjálfbærrar þróunar. Á því leikur naumast nokkur vafi, að sjónir ferðamanna beinast í þá átt.
(Sagt var frá rafbátunum á Guðaánni í þættinum Stedsans í danska ríkisútvarpinu í gærmorgun. Og takk Auður Þórsdóttir fyrir að benda mér á þetta).
Filed under: Umhverfismál | Leave a comment »