• Heimsóknir

  • 119.667 hits
 • september 2010
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  2627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Tveir fyrir einn – er það góð hugmynd?

Stundum auglýsa verslanir sérstök tilboð undir yfirskriftinni „2 fyrir 1“ eða kannski „3 fyrir 2“. Þarna er manni sem sagt boðið að kaupa tvo hluti en greiða bara fyrir einn (eða þrjá og greiða fyrir tvo). Fljótt á litið er þarna um augljósan sparnað að ræða, en samt má velta því fyrir sér hvort þetta sé yfirleitt góð hugmynd, t.d. frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar (eða frá sjónarhóli komandi kynslóða ef við viljum frekar orða það þannig).

Svarið við spurningunni hér að framan er ekki einhlítt fremur en neitt annað. En í sumum tilvikum ýta tilboð um 2 fyrir 1 undir óþarfa eyðslu, sem hvorki er góð hugmynd fyrir eigin fjárhag né fyrir hagsmuni komandi kynslóða. Matvörur eru líklega augljósasta dæmið um þetta. Þar ýta tilboð af þessu tagi undir að maður kaupi fleiri einingar en maður þarf á að halda. Ef maður kaupir t.d. tvær einingar af einhverri matvöru á verði einnar, neytir annarrar strax og hendir hinni eftir nokkra daga þegar hún er komin fram yfir síðasta söludag, þá var hugmyndin ekki góð. Sparnaðurinn mistókst sem sagt – og í þokkabót hefur maður látið hafa sig út í að ýta undir óþarfa sóun.

Fyrir tveimur árum ákváðu forsvarsmenn dönsku verslunarkeðjunnar REMA að hætta með öll tilboð af þessu tagi. Með þessu vildu þeir leggja sitt af mörkum til að draga úr sóuninni. Á vefsíðu REMA er ákvörðunin skýrð í stuttu máli svona: „Þú veist hvernig þetta er. Þú ert úti í búð og ætlar eiginlega bara að kaupa einn pakka af kjöti. En með því að kaupa þrjá færðu allan þennan afslátt. Svo þú kaupir þrjá pakka. Og eftir nokkra daga ertu búinn að nota einn, sá næsti er enn í ísskápnum og þú verður að setja þann þriðja í frystikistuna. En þar er ekkert pláss, því að kistan er full af öllum ‘þriðju pökkunum’ sem þú varst áður búinn að kaupa. Og svo endar kjötið í ruslinu„.

Tilboð undir yfirskriftinni „2 fyrir 1“ eða kannski „3 fyrir 2“ geta sem sagt haft verulegar neikvæðar aukaverkanir.

(Þessi pistill er að miklu leyti byggður á upplýsingum á heimasíðu REMA 1000. Þaðan er myndin líka ættuð).

Eitt svar

 1. Thank you.
  I added your site to my favorites.

  my site: wikilog

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: