• Heimsóknir

  • 119.010 hits
 • september 2010
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  2627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Morgunmaturinn er málið!

Í dag rakst ég á athyglisverða grein á vefnum Active.com, en þar er oft að finna punkta sem gagnast hlaupurum. Að þessu sinni snerist málið um mikilvægi þess að snæða góðan morgunverð, ekki bara fyrir hlaupara, heldur líka fyrir alla hina.

Hér á eftir ætla ég að tína til nokkra gagnlega punkta úr greininni, en hvet áhugafólk um næringu og líkamsrækt til að lesa hana alla.

Punktur 1:  Morgunverður er sú máltíð sem skapar meistarann.
Punktur 2:  Afsakanir á borð við að maður hafi ekki tíma fyrir morgunmat eru ekki bara afsakanir, heldur koma þær í veg fyrir að maður nái árangri.
Punktur 3:  Ef þú vilt léttast, skaltu skera niður kvöldmatinn en ekki morgunmatinn.
Punktur 4:  Hæfilegur morgunverður er 500-700 hitaeiningar. Þannig fæst lágmarksfóður fyrir hreyfingu dagsins um leið og dregið er úr löngun í sætindi síðari hluta dags.
Punktur 5:  Þeir sem léttast, léttast á nóttunni og eru tilbúnir í vel úti látinn morgunverð þegar þeir vakna.
Punktur 6:  Þeir sem fara út að hlaupa á morgnana ættu fyrst að fá sér hálfan morgunverð eða svo (a.m.k. 100-300 hitaeiningar) til að tryggja að þeir hlaupi á eldsneyti en ekki bara reyk (í frjálslegri þýðingu). Rannsókn á þessu sviði sýndi að þeir sem höfðu borðað morgunmat gátu tekið 137 mínútna æfingu, en aðeins 109 mín. á fastandi maga.

(Byggt á: Nancy Clark (2002): Breakfast: The Most Important Meal of An Athlete’s Day. http://www.active.com/nutrition/Articles/Breakfast__the_most_important_meal_of_an_athlete_s_day.htm. (Sótt 13. sept. 2010)).