• Heimsóknir

  • 119.667 hits
 • febrúar 2011
  S M F V F F S
   12345
  6789101112
  13141516171819
  20212223242526
  2728  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

EBL: Líkur og áhætta er ekki það sama

Í umræðu síðustu daga um útiræktun erfðabreyttra lífvera hefur mönnum orðið tíðrætt um áhættuna, enda eðlilegt að menn velti henni fyrir sér. Ég fæ hins vegar ekki betur séð (eða heyrt) en að þarna séu menn í raun og veru að tala um líkur en ekki áhættu. Þetta er ekki það sama, a.m.k. ekki þegar rætt er um áhættumat.

Þegar meta á áhættu sem fylgir einhverri tiltekinni aðgerð eða ástandi, þarf að skoða tvennt; annars vegar líkurnar á að tjón verði og hins vegar stærð (fjárhæð) tjónsins. Margfeldi þessara tveggja þátta segir til um áhættuna. Mjög ólíklegur atburður getur þannig falið í sér verulega áhættu ef afleiðingar atburðarins eru gríðarlegar. Setja má þetta fram í einfaldri jöfnu:

Á = L x T

þar sem Á stendur fyrir áhættu, L fyrir líkur og T fyrir tjón. (Á ensku lítur þetta svona út: R(risk) = p(probability) x L(loss)).

Í umræðu síðustu daga hafa menn rætt töluvert um líkurnar á tjóni, og flestir eru sammála um að þær séu mjög litlar, en samt ekki engar. Hins vegar hef ég ekki heyrt minnst orði á mögulega stærð (fjárhæð) tjóns. Það er marklaust að tala um áhættu nema hafa hugmynd um hversu stórt tjónið kynni að verða. Það er með öðrum orðum marklaust að tala bara um líkurnar.

Tryggingafélög byggja tilveru sína á áhættumati. Það þarf því ekki að koma á óvart að eftir því sem ég best veit hefur ekkert tryggingarfélag í heiminum treyst sér til að selja tryggingu gegn tjóni sem kann að verða vegna útiræktunar erfðabreyttra lífvera. Menn geta hugsanlega komist að einhverri niðurstöðu um núll komma eitthvað prósent líkur, en óvissan um stærð tjónsins kemur í veg fyrir að hægt sé að meta áhættuna með nægri vissu til að tryggingarfélög hafi áhuga á viðskiptunum.

Tölum um allan pakkann, ekki bara líkurnar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: