• Heimsóknir

    • 119.041 hits
  • júní 2011
    S M F V F F S
     1234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Stefnt á 7 tinda á morgun

Á morgun ætla ég að taka þátt í 7-tinda hlaupinu í Mosfellsbæ. Þetta hlaup hefur alla burði til að vera með skemmtilegustu hlaupum ársins, og líka með þeim erfiðustu. Leiðin liggur sem sagt um 7 tinda í kringum Mosfellsbæ, nánar tiltekið Úlfarsfell (295 m), Reykjaborg (280 m), Reykjafell (269 m), Æsustaðafjall (220 m), Grímmannsfell (550 m), Mosfell (270 m) og Helgafell (216 m). Þetta er nú svo sem ekki háir tindar, en þeir síðustu geta verið dálítið strembnir, af því að þá verður vegalengdin farin að segja til sín. Samtals er leiðin rúmir 37 km.

Ég tók þátt í þessu hlaupi þegar það var haldið í fyrsta sinn í hitteðfyrra. Þá var lokatíminn minn 4:41:20 klst. Gaman væri nú að bæta þennan tíma á morgun. Eitthvað hlýtur manni jú að fara fram með árunum! Annars er aðalmálið að njóta stundarinnar, ég tala nú ekki um ef Sumardagurinn fyrsti verður á morgun eins og mér sýnist margt benda til.

Hlaupið hefst kl. 10 í fyrramálið, sem þýðir að ég vonast til að vera kominn í mark (við Íþróttamiðstöðina við Varmá) eigi síðar en kl. 14:41:20. Þeir sem vilja fagna góðri bætingu með mér þurfa að mæta fyrr, en þeir sem vilja hughreysta mig eftir misheppnað hlaup geta komið aðeins seinna.

Ég viðurkenni að myndin hérna efst tengist ekki efni þessa bloggpistils beint – og jaðrar jafnvel við að vera villandi, enda Matterhorn bara einn tindur en ekki sjö. Hér fyrir neðan er hins vegar raunsannari yfirlitsmynd af hlaupaleið morgundagsins. Það er rauða leiðin sem málið snýst um. Ef smellt er á myndina opnast stærri mynd.

3 svör

  1. Góða ferð á morgun, ég er ekki í nokkrum vafa um að þú sláir metið þitt. Ég spái 4
    :27:37.

  2. Ógleymanlegt hlaup, ekki síst vegna mjög spennandi keppni á milli okkar og Völu síðustu km. Helgafellið leit nú út eins og Matterhornið þegar ég stóð við rætur þess fastur í krömpum 🙂

    Gangi þér vel!

  3. Takk báðir tveir. Góður punktur þetta með Helgafellið Börkur. Ég man vel hvað það var ROSALEGA hátt og bratt þennan dag – nema fyrir Völu. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: