• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • júní 2011
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  2627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Þrístrendingur á laugardag

Fjallvega- og skemmtihlaupið Þrístrendingur verður háð í annað sinn á laugardaginn (25. júní). Sjálfsagt vita næstum allir næstum allt um þetta næstum heimsfræga hlaup, en hér á eftir ætla ég engu að síður að gera svolitla grein fyrir leiðinni.

Lagt verður af stað frá Kleifum í Gilsfirði 25. júní kl. 11.00 og endað þar aftur síðdegis eftir góðan hring um þrjár sýslur, þrjá fjallvegi og þrjá firði. Leiðin er í stuttu máli sem hér segir:

1. áfangi:  Gilsfjarðarbotn
Tegund: Upphitun
Vegalengd:  1,1 km
Mesta hæð:  Skiptir ekki máli
Leiðarlýsing: Lagt af stað af hlaðinu á Kleifum í Gilsfirði (N65°26,251 – V21°39,815), hlaupið niður heimreiðina, beygt til hægri eftir Steinadalsheiðarvegi (nr. 690) og endað við vegamót við brúna yfir Brekkuá (N65°27,474 – V21°40,755).

2. áfangi:  Steinadalsheiði
Tegund: Fjallvegur
Vegalengd:  16,9 km
Mesta hæð:  330 m við Heiðarvatn
Leiðarlýsing: Lagt af stað við vegamót við brúna yfir Brekkuá við botn Gilsfjarðar (N65°27,474 – V21°40,755), hlaupið eftir Steinadalsheiðarvegi (nr. 690) til norðurs áleiðis upp Brekkudal, um fremur brattar brekkur upp úr dalnum að Brimilsgjá og áfram að Heiðarvatni á háheiðinni (6,4 km), veginum fylgt sem leið liggur niður Rjúpnadal og síðan Þórarinsdal, yfir Þórarinsdalsá og niður Steinadal að vegamótum innan við bæinn Steinadal (13,1 km). Þaðan er hlaupið áfram eftir sama vegi yfir brú á Steinadalsá niður á sléttlendið við botn Kollafjarðar framhjá bæjunum Miðhúsum og Felli, niður með Fellsá að vegamótunum við aðalveginn norður Strandir (veg nr. 68), þar sem hlaupinu lýkur (16,8 km) (N65°33,582 – V21°29,147).
(Sjá nánar á www.fjallvegahlaup.is).

3. áfangi:  Kollafjarðarbotn
Tegund: Ferjuleið
Vegalengd:  1,2 km
Mesta hæð:  Við sjávarmál
Leiðarlýsing: Lagt af stað frá vegamótum Steinadalsheiðarvegar (nr. 690) og Innstrandavegar (nr. 68) (N65°33,582 – V21°29,147), hlaupið til suðausturs þvert fyrir fjarðarbotninn, framhjá Undralandi og að heimreiðinni að Stóra-Fjarðarhorni (N65°33,33 – V21°27,93). Þar verður áð.

4. áfangi:  Bitruháls
Tegund: Fjallvegur
Vegalengd:  9,5 km
Mesta hæð:  380 m við Skörð
Leiðarlýsing: Lagt af stað af heimreiðinni að Stóra-Fjarðarhorni (N65°33,33 – V21°27,93), hlaupið (eða líklega gengið) spölkorn upp í hlíðina þar til komið er á sæmilega greinilega reiðgötu sem síðan er fylgt alla leið. Gatan liggur inn og upp Fjarðarhornssneiðinga uppundir svonefnd Skörð á háhálsinum (N65°31,08 – V21°28,82). Þar er beygt til vinstri og eftir það liggur leiðin í suðsuðaustur undan aflíðandi halla, yfir vatnslitla Broddá og áfram um Móhosaflóa, niður með Grafargili að austanverðu, síðan vesturyfir gilið og áfram eftir reiðgötunni niður brúnina og beint af augum niður að bænum Gröf (N65°28,88 – V21°26,28). Þar verður áð.
(Sjá nánar á www.fjallvegahlaup.is).

5. áfangi:  Gröf
Tegund: Ferjuleið
Vegalengd:  0,4 km
Mesta hæð:  Skiptir ekki máli
Leiðarlýsing: Lagt af stað frá bænum Gröf (N65°28,88 – V21°26,28) og hlaupið niður heimreiðina að túnhliði skammt frá brúnni yfir Krossá (N65°28,689 – V21°26,554).

6. áfangi:  Krossárdalur
Tegund: Fjallvegur
Vegalengd:  11,5 km
Mesta hæð:  240 m við Krossárvatn
Leiðarlýsing: Lagt af stað frá túnhliði við Gröf í Bitru skammt frá brúnni yfir Krossá (N65°28,689 – V21°26,554), hlaupið frá hliðinu og brúnni áleiðis inn dalinn eftir bílvegi, fram hjá bæjunum Árdal og Einfætingsgili og síðan lengra inn dalinn eftir jeppafærum slóða alla leið inn undir Skáneyjargil (4,9 km) (N65°27,936 – V21°32,757) þar sem eiginlegur slóði endar. Best er þó að beygja til hægri af slóðanum þar sem hann tekur stefnu niður að ánni. Eftir að komið er yfir gilið er haldið áfram í sömu stefnu hægra megin í dalnum á mörkum mýra og hlíðar. Þar er engin greinileg gata. Enn er svipaðri stefnu haldið að Krossárvatni (N65°27,632 – V21°35,536) og hlaupið meðfram vatninu að norðan (hægra megin). Þar er komið inn á greinilegar og varðaðar reiðgötur niður nokkrar fremur lágar kleifar. Þessum götum er fylgt fram á brúnina við Hafursklett, þar sem útsýni opnast út á Breiðafjörð. Síðasta spölinn er farið niður Hafursgötu, brattan og fremur lausan sneiðing með Hafursklett á hægri hönd, og síðan áfram yfir gróna móa og tún heim á bæjarhlaðið á Kleifum (N65°26,251 – V21°39,815). Þar endar hlaupið, nema menn vilji endilega bæta svolitlu niðurskokki við til að ná vegalengdinni í 42,2 km. Hringurinn er nefnilega bara um 40,6 km.
(Sjá nánar á www.fjallvegahlaup.is. Þar er leiðarlýsing miðuð við að hlaupin sé gagnstæð leið, þ.e. frá Kleifum að Gröf).

Myndin hér að neðan gefur hugmynd um hvar þetta er á landinu:

Og svo er hérna önnur mynd, þar sem þetta er allt sýnt miklu nánar:

Rétt er að minna á að þeir sem taka þátt í Þrístrendingi gera það á eigin ábyrgð!

Eitt svar

 1. Glæsileg yfirferð. Verð að fara að fá mér gps tæki!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: