• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • ágúst 2011
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  28293031  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Maraþon á morgun fyrir FSMA

Á morgun ætla ég að hlaupa maraþonhlaup til styrktar FSMA, Félagi aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum.* Þetta geri ég sem þátttakandi í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefst í Lækjargötu kl. 8:40 í fyrramálið. Ég hef sett mér eftirtalin tvö markmið fyrir hlaupið:

 1. Safna 100 þúsund krónum fyrir FSMA
  Þegar þetta er skrifað er upphæðin komin í 37.500 krónur, þannig að enn er nokkuð langt í land. En þetta mjakast jafnt og þétt, rétt eins og hlaupið sjálft. Hægt er að koma áheitum til skila á síðunni Hlaupastyrkur.is, hvort heldur sem er með færslu af krítarkorti eða með því að senda töluna 1065 í tiltekin símanúmer sem tilgreind eru á síðunni. Tekið verður við framlögum til miðnættis á mánudagskvöld, þannig að enn er nægur tími til að láta gott af sér leiða með þessum hætti.
 2.  Hlaupa á betri tíma en 3:17:07 klst.
  Mig langar til að bæta persónumetið mitt í maraþoni, en það er sem sagt 3:17:07 klst. síðan í Reykjavíkurmaraþoninu 2009. Til að það gerist þarf flest að ganga mér í vil á morgun. Ég hef reyndar hlaupið afar lítið síðustu tvær vikur, en heilsan er góð og næg tilhlökkun til staðar. Ég ætla að reyna að hlaupa fyrstu kílómetrana á 13,3 km/klst, sem jafngildir 4:30 mín/km. Svo er bara að sjá til hversu lengi það endist. Mér dugar reyndar að klára kílómetrann á 4:40 mín. að meðaltali, þannig að ég hef nógan tíma. Varamarkmiðið er að njóta hlaupsins og vera glaður að því loknu.

Vonandi láta sem flestir gott af sér leiða með því að heita á mig og aðra hlaupara á Hlaupastyrkur.is, og svo væri líka gaman að sjá sem flesta meðfram hlaupaleiðinni og á marksvæðinu í Lækjargötunni um það leyti sem í ljós kemur hvort ég nái markmiði nr. 2. Það hlýtur að skýrast einhvern tímann á milli kl. 11:50 og 12:00.
🙂

*  SMA (Spinal Muscular Atrophy) er taugahrörnunarsjúkdómur sem stafar af fráviki í geni sem framleiðir tiltekið prótein sem er nauðsynlegt fyrir tilteknar frumur í framhorni mænunnar. Sé framleiðsla á þessu próteini lítil sem engin, eyðileggjast frumurnar og einstaklingurinn lamast smám saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: