• Heimsóknir

  • 119.010 hits
 • ágúst 2011
  S M F V F F S
   123456
  78910111213
  14151617181920
  21222324252627
  28293031  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Markmiðin náðust ekki

Ég náði ekki markmiðunum sem ég setti mér fyrir Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn var. Ég hljóp sem sagt maraþonið ekki undir 3:17:07 klst. og tókst ekki að safna 100 þús. kr. fyrir FSMA. En svona gengur þetta stundum – og þá er ekki um annað að ræða en að standa sig betur næst, annað hvort í því að gera það sem maður ætlar sér, eða í því að setja sér markmið.

Maraþonið gekk mjög vel framan af. Fyrra hálfmaraþoninu lauk ég t.d. á 1:34:38 klst, sem er langbesti millitíminn minn í maraþoni til þessa. Og 30 km tóku ekki nema 2:16:47 klst. sem er besti tími sem ég hef náð á þeirri vegalengd. En eftir það var líka innistæðan búin og lokatíminn í hlaupinu varð 3:20:21 klst, eða um 3:30 mín. lakari tími en vænst var. Seinna hálfmaraþonið var þannig á 1:45:43 klst., sem sagt 11 mínútum hægara en það fyrra. Það er alltof mikill munur! Tíminn á seinni helmingnum var þó svipaður því sem ég náði í hálfu Reykjavíkurmaraþoni fyrir 10 árum, þannig að þetta var nú enginn heimsendir. Allt er þetta spurning um við hvað er miðað!

Þetta var annars 9. maraþonið mitt og 4. besti tíminn frá upphafi, sem lítur svo sem ekkert svo illa út.

Söfnunin fyrir FSMA skilaði 37.500 krónum. Það var líka undir væntingum – og reyndar talsvert lægri upphæð en í fyrra. En góðgerðarfélögunum á lista Reykjavíkurmaraþonsins  fjölgar jú með hverju ári sem líður, þannig að kannski dreifast framlögin sífellt meira. En 37.500 krónur eru jú 37.500 krónur. Ég er afar þakklátur öllum þeim sem lögðu fram peninga í þessa söfnun, og vona að féð komi FSMA að góðum notum.

Mér hefði þótt gaman að skrifa miklu lengri pistil um hlaupið og allt sem því fylgdi, en annríki við annað leyfir ekki tímafrek ritstörf. Hráa frásögn er þó að finna í Hlaupadagbókinni á www.hlaup.com. Þar er hægt að smella á tengilinn „Félagar“, leita að nafninu mínu og finna viðeigandi færslu með alls konar nördalegri tölfræði og opinskáum lýsingum á líðan minni (eða vanlíðan) í hlaupinu.

Þessi bloggsíða hefur verið alfarið helguð hlaupum síðustu mánuði. Nú verður þar væntanlega breyting á, enda sumarleyfi á enda og þar með mesta hlaupavertíðin. Með haustinu fá umhverfismálin aftur aukið vægi í daglega lífinu og þar með að öllum líkindum einnig á blogginu.

Þessi mynd af connect.garmin.com er svo sem ekkert sérstaklega skýr, en hún sýnir hvernig hraðinn á mér í Reykjavíkurmaraþoninu minnkaði jafnt og þétt eftir því sem leið á hlaupið. Svona á þetta náttúrulega ekki að vera.

2 svör

 1. Þetta er samt svolítið skemmtileg mynd 🙂 Svona listræn

 2. […] Reykjavíkurmaraþonið 20. ágúst var 7. keppnishlaup ársins. Vikurnar á undan æfði ég lítið, og endaði það tímabil með vikulangri vinnuferð til Tékklands. Var ágætlega sprækur framan af hlaupi, en eftir rúma 30 km var orkan búin. Síðasti spölurinn var því talsverð raun, árangurinn nokkuð undir væntingum (3:20:21 klst) og alveg á mörkunum að gleðin entist í mark. En ég fékk góðan stuðning og góðar móttökur. Slíkt skiptir afar miklu máli á svona dögum! […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: