• Heimsóknir

    • 119.010 hits
  • maí 2012
    S M F V F F S
     12345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Minna en það hefði verið ef það hefði verið meira

Ég er talsmaður þess að fólk horfi á björtu hliðarnar. Stundum getur slík bjartsýni þó gengið of langt, t.d. í umhverfismálum þegar talsmönnum fyrirtækja eða stjórnvalda tekst að rökstyðja að frammistaða þeirra í umhverfismálum sé frábær og áformin metnaðarfull, enda þótt þar sé fátt að finna sem ekki hefði gerst hvort sem var. Þannig á orkumálaráðherra Svíþjóðar að hafa sagt á dögunum að það væri mikilvægt að spara orku, en það þyrfti bara að gerast með réttum hætti. Þetta túlkar umhverfisráðgjafinn og ofurbloggarinn Hans Nilsson, sem oft hefur verið vitnað í á þessum vettvangi, þannig að málið snúist ekki um að „nota minna, heldur um að nota minna en við hefðum gert ef við hefðum notað meira“.

Skyldum vér Íslendingar stundum hugsa svona líka? Sannfærum við okkur sjálf stundum um að það dugi að gera áætlanir (sem ekki endilega standast) um að nota minna af einhverju í framtíðinni en við myndum gera að óbreyttu, og það jafnvel þótt brýna nauðsyn beri til að draga úr notkuninni strax frá því sem nú er?

PS: Hans Nilsson veltir því líka fyrir sér í sama pistli hvort Vasagangan 2062 muni fara fram á sjóskíðum…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: