• Heimsóknir

    • 119.039 hits
  • október 2012
    S M F V F F S
     123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Hlaupið til styrktar fötluðum

Á morgun laugardag ætla ég og félagar mínir í Hlaupahópnum Flandra að hlaupa um Borgarfjörð með tékkneska ofurhlauparanum René Kujan. Hann er langt kominn með að hlaupa hringinn í kringum Ísland til að safna framlögum til styrktar fötluðum íþróttamönnum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta hringt í síma 908 7997 til að gefa 1.000 kr., 908 7998 til að gefa 2.000 kr. og 908 7999 til að gefa 5.000 kr. Helmingurinn af upphæðinni rennur til Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi og hinn helmingurinn til íþróttastarfs fatlaðra í Tékklandi.

Það er engin tilviljun að René skuli leggja svona mikið á sig til að safna fé fyrir íþróttastarf fatlaðra. Sjálfur lenti hann í alvarlegu bílslysi fyrir 5 árum og var heppinn að sleppa lifandi. Einsýnt þótti að hann myndi verða í hjólastól það sem eftir væri, en með mikilli elju og talsverðri heppni komst hann aftur á fæturna, og er kominn í nógu gott stand til að hlaupa í kringum Ísland! Hann lítur því á það sem köllun sína að minna fólk á þá sem eru ekki eins heppnir og hann.

Morgundagurinn (20. október) verður 28. dagurinn í hringferð Renés, en hann lagði af stað hlaupandi frá Reykjavík áleiðis austur fyrir fjall sunnudaginn 23. september sl. Fyrstu 27 dagana lagði hann 1.180 km að baki eða 43,7 km á dag að meðaltali. Dagleið morgundagsins verður álíka löng, og nú bendir allt til að hann ljúki hringferðinni í Reykjavík síðdegis á mánudag. Hann verður þá fyrstur manna til að hlaupa hringveginn á eigin spýtur.

Hlaup morgundagsins hefst í nánd við Dýrastaði í Norðurárdal um kl. 10 í fyrramálið (laugardagsmorgun). Samkvæmt lauslegri áætlun verðum við í námunda við Bifröst kl. 11:10, nálægt Baulu kl. 12:20, í grennd við Gufuá um kl. 13:30 og í Borgarnesi kl. 14:40. Gaman væri að sem flestir myndi slást í hópinn síðasta spölinn.

Nánari upplýsingar um ferðalag Renés er að finna á heimasíðu Félags 100 kílómetra hlaupara, á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra, á http://www.run30.net og á sérstakri Fésbókarsíðu.

René Kujan. Mynd af FB-síðunni hans.

Fyrsti Flandraspretturinn að baki

Við rásmarkið í gærkvöldi.

Fyrsta keppnishlaup Hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi fór fram í gærkvöldi í ágætu veðri. Svalur vindur blés úr norðri, en þurrt var og bjart yfir. Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, hafði nokkra yfirburði í hlaupinu, en fjöldinn allur af heimamönnum vann líka stóra sigra, enda allnokkrir að hlaupa sitt fyrsta keppnishlaup. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu, en Flandrasprettirnir verða á dagskrá kl. 20:00 þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram í mars. Hlauparöðin er stigakeppni, og eftir marshlaupið verða úrslit kynnt og verðlaun afhent.

Úrslit hlaupsins í gærkvöldi birtast hér fyrir neðan, en aldursflokkaúrslit og staðan í stigakeppninni munu birtast á hlaup.is innan skamms.

 

Flandrasprettur Úrslit  
Nr. 1 18. október 2012 5 km
Röð Mín. Nafn Félag/Hópur Fæð.ár
1 16:16 Arnar Pétursson ÍR/ASICS 1991
2 20:59 Brynjúlfur Halldórsson TKS 1974
3 21:32 Kristinn Sigmundsson Flandri 1972
4 22:46 Sigurjón Svavarsson Flandri 1979
5 23:17 Vigdís Hallgrímsdóttir TKS 1973
6 25:37 Einar Þ. Eyjólfsson 1975
7 26:11 Guðmundur V. Guðsteinsson Flandri 1967
8 26:14 Hrafnhildur Tryggvadóttir Flandri 1973
9 26:18 Bragi Þór Svavarsson Flandri 1971
10 26:53 Irma Gná Jóngeirsdóttir Tjúllaskokk 1997
11 26:53 Jóngeir Þórisson Tjúllaskokk 1957
12 29:37 Guðrún Berta Guðsteinsd. Flandri 1961
13 29:58 Valdimar Reynisson Flandri 1965
14 30:19 Erla Björk Ólafsdóttir 1954
15 30:20 Guðsteinn Einarsson 1954
16 30:48 Anna Berg Samúelsdóttir Flandri 1972
17 30:49 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Flandri 1974
18 30:50 Theodóra Ragnarsdóttir Flandri 1962
19 31:16 Kristín Gísladóttir Flandri 1973
20 33:22 Jórunn Guðsteinsdóttir Flandri 1958
21 33:26 Jónína Pálsdóttir Flandri 1959
22 33:36 Þórný Hlynsdóttir Flandri 1966
23 33:42 Geirlaug Jóhannsdóttir Flandri 1976
24 34:05 Svava Svavarsdóttir Flandri 1965
25 35:17 Margrét Helga Guðmundsd. Flandri 1973
26 35:19 Guðfinna Gísladóttir Flandri 1981
27 35:53 Helga J. Svavarsdóttir Flandri 1973
28-29 40:11 Margrét Grétarsdóttir Flandri 1958
28-29 40:11 Ragnheiður Guðnadóttir Flandri 1955

 

Við rásmarkið í gærkvöldi.

Sigurvegarinn Arnar Pétursson við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi að hlaupi loknu.