• Heimsóknir

    • 119.040 hits
  • nóvember 2012
    S M F V F F S
     123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    252627282930  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Fjórðapartstunnur í allar búðir!

Í bloggpistli sem ég skrifaði um síðustu helgi kom fram – og var haft eftir Matvett í Noregi – að u.þ.b. fjórði hver innkaupapoki sem kemur heim úr matvörubúðinni fari beint í ruslið. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessu síðan, en nú tel ég mig loksins vera kominn með lausn á málinu. Það þarf einfaldlega að koma upp fjórðapartstunnum í öllum matvöruverslunum ekki seinna en strax.

Það fylgir því augljóslega gríðarlegt umstang og erfiði að bera heim innkaupapoka fullan af matvörum, til þess eins að henda honum þegar heim er komið. Þetta á sérstaklega við um fólk eins og mig sem fer stundum gangandi í búðina og dröslast svo með allan varninginn heim á tveimur jafnfljótum. Og hugsið ykkur allt erfiðið og óþörfu ferðirnar upp og niður stiga og út að ruslatunnu í misjöfnum vetrarveðrum, allt til þess að losa sig við þennan fjórðapart af innkaupunum. Þetta er kannski engin ofraun einstaka sinnum, en þegar málið er skoðað á ársgrundvelli er augljóst hversu gríðarlegt álag fylgir þessum fjórða innkaupapoka, sem hvort sem er verður hent!

Af framanskráðu er augljóst hversu mikið hagsmunamál það er fyrir neytendur að settar verði upp fjórðapartstunnur í öllum búðum, helst við hliðina á búðarkössunum, þar sem fólk getur strax hent fjórða hverjum poka og haldið svo hamingjusamt heim með þá þrjá fjórðuparta af matnum sem ætlunin er að nota aðeins lengur. Það er eiginlega furðulegt að enginn skuli hafa sinnt þessu brýna hagsmunamáli fyrr. Verst að ég er hættur í stjórn Neytendasamtakanna. Annars hefði ég örugglega reynt að fá þau til að beita sér í þessu.

Krafan er skýr: Fjórðapartstunnur í allar búðir!

(Þess má geta í lokin að fjórðapartstunnan er ekki að öllu leyti ný hugmynd, þó að hana sé enn sem komið er ekki að finna í íslenskum verslunum. Ég fékk t.d. einu sinni ágæta kynningu á svipaðri hugmynd í Noregi, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: