• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • júlí 2014
    S M F V F F S
     12345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Skipt um heiði

Skálavíkurh og Grárófa

Lausleg yfirlitsmynd af umræddum leiðum, tekin að láni hjá Landmælingum Íslands. Skálavíkurheiðin er sú rauðari. Myndin stækkar ef smellt er á hana.

Fimmtudaginn 17. júlí nk. ætlaði ég að hlaupa yfir Grárófu frá Bolungarvík til Súgandafjarðar. Nú er ég hins vegar búinn að skipta um skoðun og ætla að hlaupa yfir Skálavíkurheiði í staðinn. En eftir sem áður verður lagt af stað í hlaupið á sama stað og sama tíma og áætlað hafði verið, þ.e.a.s. frá sundlauginni í Bolungarvík kl. 10:00 umræddan fimmtudag.

Ástæðan fyrir því að ég valdi Grárófu á sínum tíma var aðallega sú að mér þótti nafnið forvitnilegt, en það vísar til þess að oft er þokuslæðingur á heiðinni. Ég var alltaf með það í bakhöndinni að hlaupa Skálavíkurheiði í staðinn ef þokan myndi gera vart við sig þennan dag. Ég er vissulega ekki svo forspár að ég viti hvort þoka verði á Grárófu að morgni 17. júlí, en ég ákvað bara samt að skipta um heiði ekki seinna en núna. Ástæðurnar eru aðallega þrjár. Í fyrsta lagi er Skálavíkurheiðin miklu auðhlaupnari, því að þar er vegur en á Grárófu þarf jafnvel að klöngrast í klettum. (Þetta er reyndar frekar léleg ástæða því að erfiðar heiðar eru ekki síður skemmtilegar en þær auðveldu). Í öðru lagi er Skálavíkurheiðin miklu aðgengilegri fyrir aðstoðarmenn og fylgdarlið. Og í þriðja lagi held ég að þetta sé skynsamlegra val með tilliti til þess að ætlunin er að taka virkan þátt í Hlaupahátíð á Vestfjörðum í framhaldi af þessu þrítugastaogsjötta fjallvegahlaupi. Þetta vissi ég svo sem allt fyrir, en stundum verður maður skynsamari þegar nær dregur. Og grúsk mitt í heimildum um heiðarnar tvær sannfærði mig enn frekar.

Í framhaldi af fyrrnefndu grúski er ég búinn að taka saman stuttar leiðarlýsingar fyrir báðar heiðarnar. Þær má nálgast á síðunni fjallvegahlaup.is undir yfirskriftunum Grárófa og Skálavíkurheiði (merkilegt nokk). Allar leiðréttingar og ábendingar varðandi leiðarlýsingarnar eru vel þegnar.

Vonandi slást sem flestir í för með mér yfir Skálavíkurheiðina. Ég býst við að margir eigi eftir að koma þangað, þannig að þetta er gullið tækifæri.

Í Skálavík á sumardegi 2006.

Í Skálavík á sumardegi 2006.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: