• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • ágúst 2014
    S M F V F F S
     12
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Þrír fjallvegir framundan

Í næstu viku ætla ég að hlaupa þrjá fjallvegi á Norðurlandi á þremur dögum. Dagskráin er nánar tiltekið á þessa leið:

  1. Þriðjud. 5. ágúst: Hjaltadalsheiði frá Reykjum í Hjaltadal að Staðarbakka í Hörgárdal. Safnast saman að Hólum í Hjaltadal kl. 10:00 og ekið þaðan að Reykjum þar sem hlaupið hefst. Um 29 km, mesta hæð um 1.030 m. Áætlaður hlaupatími um 7 klst.
  2. Miðvikud. 6. ágúst: Leirdalsheiði frá Grýtubakka í Hvalvatnsfjörð (í Fjörðum). Brottför frá Grýtubakka kl. 10:00. Um 28 km, mesta hæð um 340 m. Áætlaður hlaupatími um 3,5 klst.
  3. Fimmtud. 7. ágúst: Reykjaheiði frá Reykjum í Ólafsfjarðardal til Dalvíkur. Brottför frá Reykjum kl. 10:00. Um 13-15 km, mesta hæð um 850 m. Áætlaður hlaupatími um 2,5 klst.

Mjög snjóþungt er enn til fjalla á Norðurlandi og gildir það m.a. um allar umræddar heiðar. Samkvæmt upplýsingum kunnugra ættu snjóþyngslin þó ekki að spilla fyrir hlaupunum. Jeppavegur er yfir Leirdalsheiði og var hann ruddur í þessari viku.

Öll eru þessi ferðalög hluti af fjallvegahlaupaverkefninu sem ég gaf sjálfum mér í fimmtugsafmælisgjöf 2007. Öllum er velkomið að slást í för með mér á eigin ábyrgð. Nokkrir hafa þegar gefið sig fram. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í hlaupin, en slíkt auðveldar þó samnýtingu ökutækja.

Meðfylgjandi mynd sýnir hlaupaleiðirnar í afar grófum dráttum, en drög að leiðarlýsingum birtast ef smellt er á nöfn leiðanna hér að framan. Grunnupplýsingar er einnig að finna á hlaup.is.

3heiðarweb

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: