• Heimsóknir

    • 119.600 hits
  • ágúst 2010
    S M F V F F S
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Minni úrgang takk

Mér hefur lengi (í tæp 20 ár) fundist umhverfisumræðan á Íslandi snúast allt of mikið um það hvað eigi að gera við úrgang sem þegar hefur myndast. Auðvitað er mikilvægt að standa sig vel í flokkuninni og því öllu saman, en það er samt ákaflega lítill hluti af heildarmyndinni. Þegar allt kemur til alls er miklu mikilvægara að koma í veg fyrir að úrgangur myndist.

Áður en lengra er haldið er ástæða til að minna á, að fyrir hverja ruslatunnu sem fyllist fyrir utan húsið okkar hefur fjöldinn allur af ruslatunnum fyllst einhvers staðar annars staðar. Það er jafnvel hægt að finna dæmi þess að varningurinn sem endar ævi sína með því að fylla ruslatunnuna okkar, hafi fyrr á ævinni fyllt svo sem 70 tunnur þar sem hann var framleiddur eða þar sem hráefnin í hann voru unnin. Í slíku tilviki má halda því fram með góðum rökum að það sé 70 sinnum mikilvægara að koma í veg fyrir að þessi varningur verði að úrgangi, en að meðhöndla þessa sjötugustuogfyrstu tunnu rétt.

Á síðasta vetri hleypti Umhverfisstofnun Danmerkur af stokkunum stóru átaki til að draga úr myndun úrgangs, undir yfirskriftinni „Brug mere – spild mindre“, eða „Notaðu meira – sóaðu minna“. Á heimasíðu átaksins er m.a. að finna þessi sex einföld ráð sem fólk  getur stuðst við þegar það vill draga úr myndun úrgangs:

  1. Kaupið gæði
  2. Látið hlutina ganga
  3. Notið aftur og aftur
  4. Kaupið eitthvað sem verður aldrei að úrgangi
  5. Sóið eins litlu og hægt er
  6. Forðist hættuleg efni

Hér gildir það líka eins og í flestu öðru, að umhverfisvænu ráðin eru líka sparnaðarráð.

Hægt er að fræðast meira um þetta allt saman á heimasíðu danska átaksins, www.brugmerespildmindre.dk. Svo má líka nefna, að á síðasta ári skrifaði ég svolitla grein í Fréttablað FENÚR um það sem sveitarfélög geta gert til að draga úr myndun úrgangs. Loks finnst mér sérstök ástæða til að hvetja lesendur þessa pistils til að horfa á stuttmyndina The Story of Stuff, sem auðvelt er að nálgast á síðunni www.storyofstuff.com. Þaðan er einmitt fengin ábendingin hér að framan um ruslatunnurnar sjötíu, svo og myndirnar hér að neðan.

Ein tunna (www.storyofstuff.com)

 

70 tunnur (www.storyofstuff.com)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: