• Heimsóknir

  • 118.534 hits
 • september 2010
  S M F V F F S
   1234
  567891011
  12131415161718
  19202122232425
  2627282930  
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Morgunmaturinn er málið!

Í dag rakst ég á athyglisverða grein á vefnum Active.com, en þar er oft að finna punkta sem gagnast hlaupurum. Að þessu sinni snerist málið um mikilvægi þess að snæða góðan morgunverð, ekki bara fyrir hlaupara, heldur líka fyrir alla hina.

Hér á eftir ætla ég að tína til nokkra gagnlega punkta úr greininni, en hvet áhugafólk um næringu og líkamsrækt til að lesa hana alla.

Punktur 1:  Morgunverður er sú máltíð sem skapar meistarann.
Punktur 2:  Afsakanir á borð við að maður hafi ekki tíma fyrir morgunmat eru ekki bara afsakanir, heldur koma þær í veg fyrir að maður nái árangri.
Punktur 3:  Ef þú vilt léttast, skaltu skera niður kvöldmatinn en ekki morgunmatinn.
Punktur 4:  Hæfilegur morgunverður er 500-700 hitaeiningar. Þannig fæst lágmarksfóður fyrir hreyfingu dagsins um leið og dregið er úr löngun í sætindi síðari hluta dags.
Punktur 5:  Þeir sem léttast, léttast á nóttunni og eru tilbúnir í vel úti látinn morgunverð þegar þeir vakna.
Punktur 6:  Þeir sem fara út að hlaupa á morgnana ættu fyrst að fá sér hálfan morgunverð eða svo (a.m.k. 100-300 hitaeiningar) til að tryggja að þeir hlaupi á eldsneyti en ekki bara reyk (í frjálslegri þýðingu). Rannsókn á þessu sviði sýndi að þeir sem höfðu borðað morgunmat gátu tekið 137 mínútna æfingu, en aðeins 109 mín. á fastandi maga.

(Byggt á: Nancy Clark (2002): Breakfast: The Most Important Meal of An Athlete’s Day. http://www.active.com/nutrition/Articles/Breakfast__the_most_important_meal_of_an_athlete_s_day.htm. (Sótt 13. sept. 2010)).

9 svör

 1. Hvað borðar þú í morgunmat ?

 2. Ég!? Bara kaffi og sígó auðvitað. Nei, smágrín, meira svona fulla stóra skál af lífrænt vottuðu múslíi og AB-mjólk, að ógleymdum lýsissnafsinum sem ég hvolfi í mig áður en ég byrja á hinu. (Tek reyndar líka tvær „Múltimínus“-fjölvítamíntöflur til að hressa upp á vítamína- og steinefnajafnvægið, (sem ég held að sé sniðugt fyrir hlaupara sem missa slatta af því gumsi út með svita), þó að ég hafi reyndar vissar efasemdir um að þessi bætiefni skili sér út í viðeigandi frumur líkamans, svona slitin úr samhengi eins og þau eru í töfluforminu). Eftir að hafa lesið greinina hennar nansíar er ég reyndar að hugsa um að stækka morgunverðinn, t.d. með glasi af ávaxtasafa og einum banana, eða enn frekar einhverju sem á færri matarmílur að baki. Ég vil nefnilega helst ekki að morgunmaturinn minn sé mjög bílveikur.

 3. …ekkert mál að finna tíma fyrir morgunmat. Ég hef meiri áhyggjur af 137 mínútna æfingunni sem á að fylgja 😉

 4. Góður punktur Torfi! 🙂

 5. Hverjum dettur eiginlega í hug að æfa í tvo klukkutíma án þess að vera búinn að borða áður? Það er nú bara ávísun á árekstur við múrinn. Hinsvegar fer ég gjarna út að hlaupa í svona hálftíma eða jafnvel klukkutíma án þess að borða, það eru nefnilega líka ókostir við að borða rétt fyrir hlaup. Og hversu snemma er eiginlega hægt að ætlast til að maður fari á fætur ef maður ætlar að vera mættur í vinnu kl. 8.

 6. Ég er alltaf frekar orkulaus á fastandi maga. Fæ mér því gjarnan hálfan morgunverð þá sjaldan sem ég fer út að hlaupa á morgnana. Maður þarf líka að gæta þess að „hella“ einhverju í vöðvana á meðan þeir eru opnastir fyrir því, sérstaklega fyrsta hálftímann eftir hlaup. Þá er upplagt að skella í sig seinni helmingnum.

 7. er að pæla í þessu…
  vissi að þú værir kaffogsígó týpan !! 😀

 8. og… eru ekki til einhverjar rannsóknir á hversu vel vítamínpillur virka… ég er búin að gleypa þetta samviskusamlega alla daga í 2 ár… en efast samt lúmskt líka… ?!?

 9. Jú, það eru til einhverjar rannsóknir á þessu með vítamínin, en ég man ekki hvar ég sá eitthvað um þetta. Því er best að segja sem fæst. Mig rámar sem sagt í vísbendingar um að þegar búið er að einangra efnin og koma þeim í töflur nýtist þau verr en þegar þau eru étin með tilbehör, þ.e.a.s. í sínu náttúrulega samhengi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: