Posted on 10.12.2010 by stefangisla
Í dag birtist svolítil grein eftir mig í nýjasta fréttabréfi Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins (NEFCO) undir yfirskriftinni Iceland: A business in liquidation or a source of knowhow? Í greininni velti ég upp þeirri spurningu hvort Íslendingar hafi efni á sjálfbærri þróun eins og málum er nú háttað, eða hvort þeir séu tilneyddir að meðhöndla náttúruna „eins og hún væri fyrirtæki í gjaldþrotaskiptum“, eins og Herman Daly orðaði það á sínum tíma.
Hægt er að nálgast fréttabréf NEFCO á http://www.nefco.org/files/NEFCO_NEWS2_2010_LORES.pdf.
Umrædd grein er á bls. 16 í fréttabréfinu.
Filed under: Sjálfbær þróun | Leave a comment »
Posted on 10.12.2010 by stefangisla
Lítið lífsmark hefur verið með þessari bloggsíðu síðustu daga. Því er eðlilegt að spurt sé hvort niðursveiflan eftir kosningarnar sé slík að hér þrífist ekkert líf lengur. Línuritið til hægri yfir fjölda innlita á síðuna gæti eimitt gefið það til kynna.
Hvað sem línuritum líður eru fréttir af andláti mínu og útför stórlega ýktar, eins og mig minnir að Mark Twain hafi orðað það. Næstu daga mun hellast hér inn hver bloggfærslan af annarri – um umhverfismál, hlaup og annað sem miklu skiptir í lífinu. Missið ekki af því.
🙂
Filed under: Blogg um blogg, Stjórnlagaþing | Leave a comment »