• Heimsóknir

    • 119.040 hits
  • mars 2011
    S M F V F F S
     12345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728293031  
  • Nýlegar færslur

  • Færslusafn

Kvartað yfir veðrinu

Íslendingar eru duglegir að finna sér umkvörtunarefni. Þetta hef ég m.a. séð á Fésbókinni síðustu daga, þar sem fólk keppist við að kvarta undan vetrinum. Og þá er ég ekki að tala um fólkið fyrir norðan, þar sem veturinn hefur líklega verið í öflugra lagi, svona miðað við síðustu ár, heldur fólkið hérna fyrir sunnan, sem virðist vera farið að örvænta um að vorið komi bara nokkurn tímann, nú séu komin jafndægur og enn þurfi að skafa snjó af bílrúðum, enda búin að vera vetrartíð í heila viku, ef ekki 10 daga.

Svona vetur er bara hugarástand. Auðvitað er notalegra að koma út á morgnana þegar allt er þurrt og hlýtt, heldur en þegar skafrenningurinn smeygir sér ofan í hálsmál og inn um allar glufur vanhugsaðs vetrarklæðnaðar. En samt er þetta bara hugarástand. Maður velur sér einfaldlega sjálfur hvað manni finnst um þetta. Ef maður hugsar og talar nógu mikið um hvað allt sé ömurlegt og kalt, þá líður manni illa. En ef maður rifjar upp að enn er bara mars og vikulangur vetur hefur aldrei talist til harðinda í annálum – og hugsar og talar um hvað snjórinn sé fallegur og frískandi, þá líður manni vel.

Maður getur sem sagt valið hverju maður lýgur að sjálfum sér, svo notuð séu orð Bodil Jönsson úr bókinni Tíu þankar um tímann. Þar var umræðuefnið reyndar ekki sunnlenskur smávetur, heldur tímaskorturinn sem margir kvarta yfir. Bodil bendir á að í stað þess að segja „Ég hef engan tíma“ við öll hugsanleg tækifæri, geti maður sjálfur valið að segja „Ég hef nógan tíma“. Og viti menn, þannig verður allt léttara  – og fólkið í kringum mann jafnvel glaðara. Þetta er það sem mig minnir að Bodil kalli að „skipta um lífslygi“ (s: „byta livslögn“).

Kæru landsmenn. Það er bjart framundan. Veðrið getur alveg verið gott, þó að snjór fjúki ofan í hálsmálið á manni illa klæddum. Það er mars ennþá sko!

Jóhanna Stefáns við fánastöngina í garðinum á Hólmavík í mars 1995

4 svör

  1. ó svo satt.

  2. Þetta var einmitt það sem ég þurfti að lesa í dag! Hef kvartað sáran undanfarið og bíð spennt eftir að vorið gægjist inn um gluggann og inn í hjartað 🙂 Er farin að hallast að því að allt þetta kvart og kvein kalli bara á meiri snjó svo ég tek þig á orðinu Stefán og tala vel um veturkonung hér eftir. Svo er nú sagt að öskudagur eigi sér 18 bræður, vorið kemur sem sagt á mánudaginn næsta! 🙂

  3. hehe, gott að fólk fyrir norðan má kvarta 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: