• Heimsóknir

  • 119.600 hits
 • apríl 2011
  S M F V F F S
   12
  3456789
  10111213141516
  17181920212223
  24252627282930
 • Nýlegar færslur

 • Færslusafn

Leiðrétting á nammibarapistli

Í bloggpistli mínum um nammibari 16. mars sl. kom fram að seljendum væri skylt að merkja nammibarina með innihaldslýsingu. Eftir að pistillinn birtist í Mogganum á dögunum fékk ég ábendingu um að þarna hefði ég ekki farið með rétt mál. Í reglugerð um merkingu matvæla nr. 503/2005 stendur nefnilega í 28. grein: „Þegar vöru er dreift án umbúða, eða pakkað á sölustað eða sett í umbúðir til beinnar sölu til neytenda, skal seljandi vörunnar geta veitt kaupanda upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru í 6. gr. þessarar reglugerðar, sbr. einnig ákvæði 27. gr„. Seljandinn þarf með öðrum orðum ekki að merkja nammibarinn með innihaldslýsingu, en er skyldugur til að upplýsa um innihaldið ef einhver spyr.

Um leið og ég kem þessari leiðréttingu á framfæri og þakka fyrir ábendinguna, biðst ég velvirðingar á mistökunum. Ég byggði þetta á munnlegri heimild, sem annað hvort var ekki nógu nákvæm, eða þá að mig misminnti um innihald hennar. Almennt fylgi ég þeirri reglu að leita frumheimildar, en þarna fórst það sem sagt fyrir.

Hins vegar breytir þetta ekki meginniðurstöðunni, þ.e.a.s. að í sælgæti á nammibörum og í fleiri matvælum sé að finna litarefni sem grunuð eru um að stuðla að ofvirkni eða annarri hegðunarröskun – og að í löndum Evrópusambandsins sé skylt að setja sérstaka varúðarmerkingu á matvæli sem innihalda þessi tilteknu litarefni. Þangað til sú regla hefur verið innleidd á Íslandi er ástæða til að hvetja foreldra til að spyrja um efnainnihald sælgætis á nammibörum, þ.e.a.s. ef þau ætla að kaupa svoleiðis fyrir börnin sín og langar ekki til að fóðra þau á efnum sem gætu stuðlað að ofvirkni eða annarri hegðunarröskun.

2 svör

 1. Góða kvöldið.

  mér langar að fá uppl ef þú hefur þær yfir litarefni sem eru slæm, hvaða litarefni eru það ? Og hvað eru góð litarefni ? og þá að fá uppl um hvaða E efni það eru.

  kveðja og takk fyrir góðar greinar
  Svandís

  • Sæl Svandís og takk fyrir innleggið.

   Litarefnin sem einkum hafa verið tengd við ofvirkni og önnur hegðunarvandkvæði eru:

   •E102 Tatrasín (Cl Food Yellow 4, FD&C Yellow #5)
   •E104 Kínólíngult (Cl Food Yellow 13, FD&C Yellow #10) (ekki azo-litarefni)
   •E110 Sunset Yellow (Cl Food Yellow 3, FD&C Yellow #6, Orange, Orange Yellow, Para-orange, Yellow S)
   •E122 Asórúbín (Karmósín, Cl Food red 3)
   •E124 Panceau (Cl Food red 7, Kochenillerautt A, New coccine, Nykockin)
   •E129 Allúra rautt (Cl Food red 17)

   E-efnin eiga það öll sameiginlegt að vera leyfð til noktunar í matvörum. Þess vegna verður við að ætla að þau séu flest í lagi sem slík. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að reyna að forðast þau efni sem liggja undir grun um einhvers konar skaðsemi, jafnvel þótt skaðsemin þyki ekki fullsönnuð. Best væri, að mínu mati, að neyta fæðu með sem allra minnstu af aukefnum, sé þess nokkur kostur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: