Evrópuþingið vill að umhverfisvænar vörur beri lægri virðisaukaskatt en aðrar vörur, en ályktun þessa efnis var samþykkt í þinginu 13. október sl. með 521 atkvæði gegn 50. Þess er að vænta að þessi nýja áhersla verði tekin upp í Áætlun ESB um framtíð virðisaukaskatts, sem ætlað er að líta dagsins ljós fyrir árslok.
Íslendingar hafa löngum verið eftirbátar nágrannalandanna í umhverfismálum. Hér gegnir þó öðru máli, því að í tillögum nefndar Alþingis um eflingu græns hagkerfis sem kynntar voru í lok september, segir m.a.: „Við endurskoðun laga um virðisaukaskatt verði vörur og þjónusta með vottuð umhverfismerki, svo og lífrænt vottaðar vörur, settar í lægra virðisaukaskattsþrep en aðrar vörur til sömu nota“, (Tillaga nr. 30).
Kannski eru bara bjartir tímar framundan! 🙂
(Sjá frétt á heimasíðu Evrópuþingsins 13. okt sl).
Filed under: Sjálfbær þróun, Stjórnmál, Umhverfismál | Leave a comment »